Viðureign Hauka og ÍBV í Olísdeild kvenna sem fram átti að fara á Ásvöllum í dag hefur verið slegið á frest vegna veðurs. Ákveðið hefur verið að leikurinn fari fram á morgun, sunnudag, klukkan 15 á Ásvöllum.
Þar með verða þrír leikir á dagskrá Olísdeildar í dag:
Kórinn: HK – Stjarnan, kl. 13.30 – sýndur á HKtv.
Framhús: Fram – Valur, kl. 16 – sýndur á Stöð2sport.
KA-hús: KA/Þór – Afturelding, kl. 16 – sýndur á KAtv.
Fréttin hefur verið uppfærð.