- Auglýsing -
- Auglýsing -

Donni skoraði sigurmarkið – myndskeið

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði fjögur mörk í fjórum skotum í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði fjögur mörk úr jafnmörgum tilraunum þegar lið hans PAUC vann Chambéry, 29:28, í frönsku 1. deildinni í handknattleik en um var að ræða frestaðan leik úr fjórðu umferð frá síðasta hausti.

Donni skoraði m.a. sigurmarkið rétt áður en leiktíminn var úti eins sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.Leikurinn var hnífjafn og æsilega spennandi frá upphafi til enda. PAUC var marki yfir í hálfleik, 16:15.


Með sigrinum færðist PAUC upp í fjórða sæti deildarinnar. Liðið hefur 30 stig eftir 23 leiki. Aðeins PSG; Montpellier og Nantes er nú fyrir ofan. Nimes hefur einnig 30 stig en hefur leikið einum leik fleira.

Sandro Mestric, samherji Donna og markvörður, varði allt hvað af tók í dag sem kom sér einstaklega vel í jöfnum leik. Mestric var með 40% hlutfallsmarkvörslu.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -