- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fullvíst að HM 2029 eða 2031 verður á Íslandi

Það hillir undir HM í handknattleik karla hér á landi. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Nær víst má telja að Ísland, Danmörk og Noregur haldi annað hvort heimsmeistaramótið í handknattleik karla 2029 eða 2031. Alþjóða handknattleikssambandið tilkynnti í dag að aðeins tvær umsóknir standi eftir vegna mótanna tveggja, önnur frá Íslandi, Danmörku og Noregi og hin frá Frakklandi og Þýskalandi.

Framkvæmdastjórn Alþjóða handknattleikssambandsins afgreiðir umsóknirnar á fundi sínum í Créteil í Frakklandi 16. apríl.

Hvergi er minnst á Sádi-Araba sem fullyrt hefur verið að ætlaði að sækjast eftir öðru hvoru mótinu. Ekki er vitað hvort Sádi Arabar sóttu formlega um eða að umsókn þeirra hafi ekki uppfyllt kröfur þegar á hólminn var komið.

HM í handknattleik karla verður haldið í Þýskalandi 2027. Út frá því má telja sennilegra að mótið fari frekar fram í Frakklandi og Þýskalandi 2031 og að Norðurlöndin verði gestgjafar HM 2029. Þar með þarf að láta hendur standa fram úr ermum við smíði þjóðarhallar í Laugardal.

Spánn sækist einn um að halda HM kvenna 2029 og sameiginleg umsókn Tékka og Pólverja stendur ein á eftir þegar kemur að HM kvenna 2031.

Ljóst er að ekki verður um átakafund að ræða hjá framkvæmdastjórn Alþjóða handknattleikssambandsins 16. apríl.

Uppi eru hugmyndir um að hér á landi verði keppt í tveimur riðlum á fyrsta stigi HM auk eins milliriðils. Hingað til lands verða þá væntanleg sjö landslið. Íslenska landsliðið verður það áttunda. Það er fjórðungur keppnisliða. Héðan færu tvö lið áfram í átta liða úrslit sem leikin yrðu annað hvort í Danmörku eða Noregi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -