- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Fylgist með Íslandi á HM“

Ýmir Örn Gíslason, Viktor Gísli Hallgrímsson, Elvar Ásgeirsson og Orri Freyr Þorkelsson fagna eftir sigur á Frökkum á EM fyrir ári. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Fylgist með Íslandi á HM og einnig okkur,“ segir danski handknattleiksmaðurinn Mathias Gidsel í samtali við TV2 spurður um hvaða landslið hann telur líklegt til afreka á heimsmeistaramótinu sem stendur fyrir dyrum. Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari Dana, sem hafa orðið heimsmeistarar á tveimur síðustu heimsmeistaramótum, tekur undir með Gidsel.

„Íslendingar eru með frábært lið sem byggt er á leikmönnum sem verða saman næstu árin,“ segir Jacobsen þegar þeir félagar rýndu aðeins í helstu mótherja í samtali við TV2.


Gidsel, sem er leikmaður Füchse Berlin, segir að Gísli og Ómar hafi farið á kostum með Magdeburg og séu e.t.v. fremstir meðal jafningja hjá íslenska landsliðinu sem geti orðið skeinuhætt á mótinu. „Þeir hafa verið frábærir,“ segir Gidsel sem talar um „íslensku vini okkar.“

Óskrifað blað

Jacobsen og Gidsel telja að þeir sjálfir, auk Svía, Frakka, og Spánverja verði að vanda í fremstu röð á HM auk Íslendinga. Jacobsen telur að norska landsliðið geti blandað sér í hópinn. Norðmenn séu svolítið óskrifað blað vegna talsverðra meiðsla meðal lykilmanna. „Við verðum að sjá til hversu langt þeir eru komnir,“ segir Jacobsen.

Leikjadagskrá HM – smellið hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -