- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrrverandi Íslendingafélag leggur niður karlaliðið

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Forráðamenn austurríska félagsins SG Insignis Westwien hafa ákveðið að leggja niður atvinnumannalið félagsins í karlaflokki eftir keppnistímabilið sem nú stendur yfir. Áfram verður barna- og unglingastarf í handbolta á vegum félagsins.

Ástæðan fyrir þessu er fjárhagslegs eðlis en einnig hefur aðstöðuleysi sitt að segja. Stjórnendur Westwien hafa árum saman talað fyrir fyrir daufum eyrum um þörf á byggingu alvöru æfinga- og keppnishallar í borginni.

Íslenskir þjálfarar og leikmenn

Nokkrir Íslendingar hafa verið innanbúðar hjá Westwien á síðustu árum. Erlingur Richardsson og Hannes Jón Jónsson þjálfuðu liðið um árabil og m.a. léku Guðmundur Hólmar Helgason, Ólafur Bjarki Ragnarsson og Viggó Kristjánsson með Westwien við góðan orðstír fyrir nokkrum árum.

Eitt karlalið eftir í Vín

Að leggja niður keppnisliði Westwien er mikið áfall fyrir austurrískan handknattleik, ekki síst starfið í Vínarborg. Eftir stendur eitt félag í Vín sem leikur í efstu deild karlahandknattleiksins, Fivers, sem KA mætti í Evrópubikarkeppni karla í haust.


Lið Westwien situr í öðru sæti austurrísku 1. deildarinnar um þessar mundir og er einnig komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Ljóst er að slakur árangur knýr ekki stjórnendur til þess að taka þessa ákvörðun sem kom mörgum í opna skjöldu.

Æfinga- og keppnisaðstaða hjá Hypo

Westwien æfir og keppir í höllinni hjá kvennaliði Hypo sem tilheyrir Niederausterrich. Þrátt fyrir aðstaða Westwien hafi ekki verið, og sé ekki góð, hefur liðið alltaf alið upp talsvert af góðum handknattleiksmönnum og er lið félagsins um þessar mundir að mestu skipað ungum og uppöldum leikmönnum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -