- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrst og fremst ánægður að vinna loksins leik í Reykjavík

Halldór Örn Tryggvason þjálfari Þórs. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

„Ég er fyrst og fremst glaður með að við kláruðum loksins leik í Reykjavík og það akkúrat núna. Ég er mjög stoltur af liðinu mínu,“ sagði Halldór Örn Tryggvason þjálfari Þórs eftir sigur á Fjölni, 29:27, í þriðju viðureign liðanna í umspili Olísdeildar karla í handknattleik í Fjölnishöllinni í gærkvöld. Þór hefur þar með tekið forystu í einvíginu, 2:1, í vinningum. Næst leiða liðin saman kappa sína í Íþróttahöllinni á Akureyri á mánudagskvöld.

Umspil Olís karla: leikjadagskrá og úrslit

Ennþá er ekkert í hendi

„Við höfum ekkert unnið ennþá þrátt fyrir þennan góðar sigur. Nú verðum við að henda okkur niður á jörðina á ný og klára einvígið á heimavelli á mánudaginn,“ sagði Halldór Örn ennfremur í samtali við handbolta.is. Halldór Örn varaði menn við bjartsýni þótt staðan væri góð.

„Fjölnisliðið er öflugt og sýndi það meðal annars hér í kvöld þegar það lék okkur grátt framan af síðari hálfleik. Mér leist satt að segja ekki á blikuna á tímabili,“ sagði Halldór en þess má geta að Þór var yfir, 16:12, þegar mínúta var liðin af síðari hálfleik. Fjórtán mínútum síðar náði Fjölnir í fjórða og síðast sinn þriggja marka forskoti, 24:21, og virtist sigla beggja skauta byr á þeim tíma.

„Úr því sem komið var þá er ég glaður að hafa unnið og fer þar af leiðandi kátur heim í kvöld.“

Sjá einnig:
Gerði mistök – biðst afsökunar

Þórshjartað og samstaðan

Halldór Örn lauk lofsorði á vaskan hóp stuðningsmanna Þórs sem flykktust suður á leikinn ellegar búa á höfuðborgarsvæðinu og mættu í Fjölnishöllina. „Þetta sýnir hversu stórt Þórshjartað er undirstrikar samheldnina innan klúbbsins,” sagði Halldór Örn Tryggvason þjálfari karlaliðs Þórs í handknattleik í samtali við handbolta.is í Egilshöll í gærkvöld.
Nánar er rætt við Halldór Örn á myndskeiðinu hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Þór hefur tekið forystuna

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -