- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrsta skotið auðveldar framhaldið – menn verða að sanna sig í landsliðinu

Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður Ribe-Esbjerg og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Ég viðurkenni alveg að hafa verið með örlítinn hnút í maganum þegar ég kom inná. En um leið og ég náði einn vörslu og annarri strax i kjölfarið þá hvarf hnúturinn eins og dögg fyrir sólu,“ sagði Ágúst Elí Björgvinsson annar af markvörðum íslenska landsliðsins í samtali við handbolta.is í gærkvöldi eftir stórsigur íslenska landsliðsins á Ísraelsmönnum á Ásvöllum, 36:21, í fyrstu umferð undankeppni EM 2024.


Ágúst Elí skipti við Björgvin Pál Gústavsson eftir um stundarfjórðungsleik í síðari hálfleik. Með tvöfaldri markvörslu með nokkurra sekúndna millibili stimplaðir Ágúst Elí sig í inn í leikinn og lauk viðureigninni með um 55% markvörslu og einu marki skoruðu.


Varpapði öndinni léttar

„Ég gat varpað öndinni aðeins léttar eftir tvöföldu markvörsluna. Í næstu sókn á eftir varði ég þriðja skotið og síðan koll af kolli. Fyrsta skotið í leik auðveldari manni alltaf framhaldið. Það var alveg geggjað að koma inn í þessa stemningu sem var á leiknum, fullt hús, mikill hávaði og frábær leikur hjá okkur,“ sagði Ágúst Elí sem var skiljanlega ánægður með eigin frammistöðu og liðsins í leiknum.

Vildum sýna okkur og sanna

„Mér fannst við leika mjög vel að þessu sinni. Okkur var slétt sama hver staðan var, við héldum bara alltaf áfram af fullum krafti. Hver einasti maður sem kom inn á gaf allt sem hann átti í leikinn. Við vildum allir sýna og sanna að við eigum heima í íslenska landsliðinu. Til þess verða menn að nýta þau tækifæri sem þeir fá, hvort sem tækifærið er langt eða styttra. Ég er þeirra á meðal.

Verð að nýt mitt tækifæri

Ég geri mér grein fyrir að ef ég nýti ekki tækifærið sem fæ þá get ég ekki gert kröfu um að vera markvörður landsliðsins. Við erum fleiri í þessari stöðu að samhliða því að spila fyrir landsliðið þá erum við að berjast fyrir tilverurétti okkar í íslenska landsliðinu. Það mátti glöggt sjá á mönnum. Þeir voru á fullu alveg til síðustu sekúndu,“ sagði Ágúst Elí sem fór með íslenska landsliðinu í morgun til Tallin þar sem næsti leikur í undankeppni bíður landsliðsins á laugardaginn við Eistlendinga.

Væntum hörkuleiks

„Að baki er baráttusigur þar sem vinnusemi skein í gegn frá fyrstu sekúndu til þeirra síðustu. Nú þarf að færa fókusinn yfir á leikinn við landslið Eistlands. Við væntum hörkuleiks þar á laugardaginn, leiks sem við verðum að vinna ef við ætlum okkur að vera á meðal toppþjóða í handboltanum,“ sagði Ágúst Elí Björgvinsson markvörður íslenska landsliðsins og leikmaður danska úrvalsdeildarliðsins Ribe-Esbjerg.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -