- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrsti heimasigur ÍR í nærri þrjú ár – úrslit og markaskor kvöldsins

ÍR-ingar komu mörgum á óvart með sigri á Haukum í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Óhætt er að segja að einhver óvæntustu úrslit um árabil í Olísdeild karla hafi orðið í kvöld þegar nýliðar ÍR unnu Hauka með fimm marka mun í nýju íþróttahúsi ÍR-inga við Skógarsel í Breiðholti, 34:29, eftir hafa verið sjö mörkum yfir, 19:12, eftir fyrri hálfleik. Mestur varð munurinn átta mörk, 23:15, í fyrri hluta fyrri hálfleiks. ÍR steinlá fyrir Gróttu í fyrstu umferð í síðustu viku en Haukar unnu KA í upphafsleik sínum í Olísdeildinni.



Þetta er fyrsti sigur ÍR-inga á heimavelli í Olísdeildinni frá 28. janúar 2020 þegar ÍR lagði KA, 34:22, í Austurbergi. Aðeins styttri tími er liðinn frá því að ÍR vann síðasta leik í Olísdeildinni en það átti sér stað gegn ÍBV í Vestmannaeyjum 11. mars 2020, 31:29. Í kjölfarið var keppni hætt á Íslandsmótinu vegna kórónuveirunnar.

Leó og Adam riðu baggamuninn

Leó Snær Pétursson, ásamt Adam Thorstensen, átti stærstan þátt í að Stjarnan krækti í jafntefi við Fram í TM-höllinni í kvöld. Leó Snær skoraði jöfnunarmarkið, 24:24, á síðustu sekúndu leiksins þegar hann náði frákasti eftir að frábær markvörður Fram, Lárus Helgi Ólafsson, hafði varið skot úr opnu færi.
Stefán Darri kom Fram yfir, 24:23, þegar 20 sekúndur voru til leiksloka. Leó hafði rétt áður jafnað metin, 23:23, úr vítakasti.


Fram var þremur mörkum yfir þegar fjórar mínútur voru til leiksloka, 23:20. Stjarnan var á kafla tveimur mönnum færri en tókst ekki að færa sér það í nyt. Adam Thorstensen varði tvö mikilvæg skot í marki Stjörunnar úr opnum færum sem gerði að verkum að Stjarnan gat komist inn í leikinn á allra síðustu mínútum.

Selfoss var sterkara liðið á lokakaflanum gegn Gróttu í Sethöllinni á Selfossi í kvöld og vann með einu marki, 28:27. Atli Ævar Ingólfsson skoraði sigurmarkið þegar 35 sekúndur voru til leiksloka. Gróttumenn reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna metin. Allt kom fyrir ekki. Vilius Rasimas markvörður Selfoss átti frábæran leik og kórónaði frammistöðu sína með því að verja síðasta markskot Gróttumanna. Einar Sverrisson fór einnig mikinn og skoraði 10 mörk fyrir Selfossliðið.


Staðan og næstu leikir í Olísdeild karla.

Úrslit og og markaskorarar

ÍR – Haukar 34:29 (19:12).
Mörk ÍR: Viktor Sigurðsson 9, Arnar Freyr Guðmundsson 6, Dagur Sverrir Kristjásson 4, Friðrik Hólm Jónsson 4, Svein Brynjar Agnarsson 3, Úlfur Gunanr Kjartansson 3, Róbert Snær Örvarsson 2, Andri Freyr Ármannsson 2, Ólafur Rafn Gíslason 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 17.

Mörk Hauka: Guðmundur Bragi Ástþórsson 10, Össur Haraldsson 6, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Adam Haukur Baumruk 3, Andri Már Rúnarsson 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Heimir Óli Heimisson 2, Andri Fannar Elísson 1.
Varin skot: Matas Pranckevicius 14.


Stjarnan – Fram 24:24 (12:13).
Mörk Stjörnunnar: Leó Snær Pétursson 8, Arnar Freyr Ársælsson 4, Pétur Árni Hauksson 3, Tandri Már Konráðsson 3, Brynjar Hólm Grétarsson 3, Gunnar Steinn Jónsson 2, Þórður Tandri Ágústsson 2.
Varin skot: Adam Thorstensen 11, 32,4% – Sigurður Dan Óskarsson 1, 50%.

Mörk Fram: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 6, Luka Vukicevic 4, Alexander Már Egan 3, Reynir Þór Stefánsson 3, Stefán Darri Þórsson 3, Ívar Logi Styrmisson 2, Kjartan Þór Júlíusson 1, Kristófer Dagur Sigurðsson 1, Ólafur Brim Stefánsson 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 14, 50% – Arnþór Máni Daðason 2.


Selfoss – Grótta 28:27 (13:15).
Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 10, Atli Ævar Ingólfsson 7, Guðmundur Hólmar Helgason 3, Ísak Gústafsson 2, Richard Sæþór Sigurðsson 2, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Sverrir Pálsson 2.
Varin skot: Vilius Rasimas 16/1, 37,2%.

Mörk Gróttu: Jakob Ingi Stefánsson 6, Birgir Steinn Jónsson 5, Elvar Otri Hjálmarsson 4, Gunnar Hrafn Pálsson 3, Jóel Bernburg 3, Þorgeir Bjarki Davíðsson 3, Hannes Grimm 2, Andri Þór Helgason 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 11, 29,7%.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.

Handbolti.is fylgdist með leikjum kvöldsins á leikjavakt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -