- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrsti leikur Ásdísar Þóru í 13 mánuði

Systurnar LIlja og Ásdís Þóra Ágústsdætur. Mynd/Guðmundur Svansson
- Auglýsing -

Ásdís Þóra Ágústsdóttir lék í kvöld sinn fyrsta leik fyrir sænska úrvalsdeildarliðið Lugi eftir að hún gekk til liðs við það á síðasta sumri. Einnig var um að ræða fyrsta handboltaleik Ásdísar Þóru síðan hún sleit krossband í hné síðla í mars í fyrra.


Ásdís Þóra lék í um fimm mínútur þegar Lugi steinlá fyrir Sävehof, 38:23, í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum um sænska meistaratitilinn. Leikið var í Partille, heimavelli sænsku meistaranna.


Systir Ásdísar Þóru, Lilja sem gekk til liðs við Lugi eftir áramótin, tók þátt í leiknum í um 15 mínútur. Hvorug systranna skoraði mark.


Eins og úrslitin gefa til kynna þá var á brattann að sækja hjá Lugi enda er Sävehof með yfirburði í sænsku úrvalsdeildinni ásamt Skuru IK. Sävehof lék m.a. í Meistaradeild Evrópu í vetur þótt Skuru IK sé ríkjandi meistari.


Næsta viðureign Sävehof og Lugi verður á laugardaginn í Lundi og þriðja sinni mætast liðin í Partille á þriðjudaginn. Vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í úrslit.


Í gærkvöld vann Skuru IK liðsmenn H65 Höör, 32:23, í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -