Þegar liggur fyrir að fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins í undankeppni EM 2024 verður á heimavelli gegn Ísrael 12. eða 13. október á þessu ári. Nokkrum dögum síðar verður leikið við landslið Eistlands á útivelli.
Dregið var í riðla fyrr í dag og verður Ísland í 3.riðli með Tékkum, Ísraelsmönnum og Eistlendingum.
Leikinn verður svokallaður tvíhöfði við Tékka í fyrri hluta mars á næsta ári. Ísraelsmenn verða sóttir heim undir lok apríl og síðasti leikur undankeppninnar verður á heimavelli gegn Eistlendingum sunnudaginn 30. apríl á næsta ári.
1.umferð: Ísland – Ísrael 12./13. október 2022.
2.umferð: Eistland – Ísland 15./16. október 2022.
3.umferð: Tékkland – Ísland 8./9. mars 2023.
4.umferð: Ísland – Tékkland 11./12. mars 2023.
5.umferð: Ísrael – Ísland 26./27. apríl 2023.
6.umferð: Ísland – Eistland 30. apríl 2023.
- Auglýsing -