Ómar Ingi Magnússon er markakóngur Evrópumótsins í handknattleik karla. Hann er annar Íslendingurinn sem verður markakóngur á Evrópumóti. Hinn er Ólafur Stefánsson sem varð jafn Stefan Löwgren með 58 mörk á EM í Svíþjóð fyrir 20 árum. Þá eins og nú urðu Svíar Evrópumeistarar.
Ómar Ingi skoraði 59 mörk, 12 fleiri en Daninn Mikkel Hansen sem varð næstur. Arkadiusz Moryto, Póllandi, varð þriðji með 46 mörk. Hollendingurinn Kay Smits skoraði 45 mörk en náði aðeins fimm leikjum áður en kórónuveiran tók að herja á hann með þeim afleiðingum að Smits mátti ekki taka þátt í tveimur síðustu leikjum liðsins á mótinu.
Tíu markahæstu leikmenn EM 2022, fjöldi leikja innan sviga:
Ómar Ingi Magnússon, 59 (8).
Mikkel Hansen, Danmörku, 47 (7).
Arkadiusz Moryto, Póllandi, 46 (7).
Kay Smits, Hollandi, 45 (5).
Hampus Wanne, Svíþjóð, 45 (8).
Hugo Descat, Frakklandi, 43 (9).
Sander Sagosen, Noregi, 43 (8).
Sebastian Barthold, Noregi, 42 (8).
Milos Vujovic, Svartfjallalandi, 41 (7).
Aleix Abelló Gómes, Spáni, 40 (8).
- Auglýsing -