- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrsti sigur ársins hjá Arnari Frey og Elvari Erni

Arnar Freyr Arnarsson í leik með Melsungen. Mynd/MT Melsungen
- Auglýsing -

MT Melsungen vann sinn fyrsta leik á árinu í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld eftir mikla þrautargöngu á síðustu vikum. Melsungen-liðið, með landsliðsmennina Arnar Frey Arnarsson og Elvar Örn Jónsson innanborðs, fór til Stuttgart og vann með þriggja marka mun, 26:23, eftir fremur rólegan fyrri hálfleik þegar aðeins voru skoruðu 18 mörk. Af þeim skoruðu leikmenn Melsungen 11.


Arnar Freyr skoraði eitt mark í leiknum og var einu sinni vísað af leikvelli. Elvar Örn skoraði ekki mark en átti þrjár stoðsendingar. Timo Kastening var markahæstur með sjö mörk og Rogeri Moraes var næstur með fimm mörk. Max Häfner skoraði fjögur mörk fyrir Stuttgart, einu meira en bróðir hans, Kai, sem leikur með Melsungen.

Tap í fjarveru Viggós

Leikmenn Gummersbach geta einnig farið glaðir heim í rútunni frá Leipzig með tvö stig í farteskinu eftir fjögurra marka sigur, 34:30. Þetta var fyrsti leikur Leipzigliðsins eftir að Viggó Kristjánsson meiddist. Hans var sárt saknað enda leikið afar vel.


Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach en Hákon Daði Styrmisson var ekki svo lánsamur að skora að þessu sinni. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar Gummersbach-liðið að vanda og Rúnar Sigtryggsson var við stjórnvölin hjá Leipzig-liðinu sem er með marga leikmenn á sjúkralista um þessar mundir.


Sime Ivic skoraði átta mörk fyrir Leipzig en þýski landsliðsmaðurinn Julian Köster skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach ásamt Lukas Blohme.

Hefur fatast flugið

Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen hefur fatast flugið í toppbaráttunni upp á síðkastið. Í kvöld töpuðu þeir í heimsókn til Lemgo, 33:30. Ýmir Örn skoraði ekki í leiknum en var að vanda fastur fyrir í vörninni og var einu sinni vísað af leikvelli.

Juri Knorr og Kristjan Horzen skoruðu sex mörk hvor fyrir Rhein-Neckar Löwen. Lukas Zerbe og Niels Gerar Verstjnen skoruðu einnig sex mörk hvor fyrir Lemgo.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -