- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gaman að koma aftur í Höllina í öðru hlutverki

Elliði Snær Viðarsson t.h. fer yfir málin með Ými Erni Gíslasyni félaga sínum á æfingu landsliðsins í morgun. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Það er gaman að koma aftur í þessa höll. Síðast þegar ég kom hingað var ég í öðru hlutverki, var í stuðningsmannaliðinu,“ sagði Elliði Snær Viðarsson leikmaður íslenska landsliðsins þegar handbolti.is hitti hann að máli fyrir æfingu íslenska landsliðsins í keppnishöllinni í München í morgun. Elliði Snær rifjaði upp þegar hann var í stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins á HM 2019 þegar leikið var í Ólympíuhöllinni.

„Það var líka gaman þá en ég held að það verði enn skemmtilegra að vera í öðru hlutverki hér á morgun. Það var gaman að fá að upplifa þetta hinum megin frá, ef svo má segja,“ bætti Eyjamaðurinn við.

Elliði Snær sagðist hafa byrjað að skoða leik serbneska landsliðsins á milli jóla og nýárs til þess að flýta fyrir þeirri vinnu sem hann og fleiri þurfa að inna af hendi í leiknum við Serba á morgun í fyrstu umferð riðlakeppninnar.

„Þeir leika mörg kerfi með mörgum útúrdúrum. Við verðum að vera mjög vel einbeittir til þess að eiga möguleika á að stöðva þá.

Ef við spilum okkar leik þá eigum við að vinna þá,“ sagði Elliði Snær en lengri hljóðritaða útgáfu af viðtalinu er hægt að hlusta á hér fyrir neðan.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -