- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gamlar myndir Þóris: Fyrsti leikur Arons í KA-heimilinu og pappaAtli

Leikmenn FH tollera pappaAtla eftir sigurinn í KA-heimilinu 3. mars 2006. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason
- Auglýsing -

Mjög mörg gullkorn eru í safni Þóris Tryggvasonar hins þrautreynda ljósmyndara á Akureyri. Þórir hefur í nærri 30 ár myndað ótal kappleiki og íþróttaviðburði á Akureyri í fjölda íþróttagreina.

3. mars 2006

Í tilefni af viðureign KA og FH í annarri umferð úrslitakeppni Olísdeildar karla sem fram fer í KA-heimilinu klukkan 14 í dag sendi Þórir handbolta.is nokkrar sögulegar myndir úr safni sínu frá viðureign KA og FH sem fram fór KA-heimilinu 3. mars 2006.

Þá lék Aron Pálmarsson í fyrsta sinn með meistaraflokki FH gegn KA í KA-heimilinu. Nokkrum dögum áður hafði Aron leikið sinn fyrsta meistaraflokksleik í Kaplakrika í sigri á ÍBV og skorað sitt fyrsta mark. Aron var þá 15 ára gamall og þótti stórkostlegt efni.

Ungur og efnilegur

„Ég fékk símhringingu frá blaðamanni Morgunblaðsins snemma dags og var beðinn um að mynda sérstaklega ungan leikmann FH sem væri mjög efnilegur,“ sagði Þórir við handbolta.is um eftirminnilega heimsókn sína í KA-heimilið.

Aron skoraði eitt mark í leiknum í KA-heimilinu. Vakti þáttaka hans mikla athygli og var m.a. sagt frá henni á forsíðu íþróttablaðs Morgunblaðsins daginn eftir með stórri mynd við hliðina á frétt um að KA-maðurinn Alfreð Gíslason hafi verið ráðinn þjálfari A-landsliðs karla. Þar kemur ennfremur fram að árið áður hafði Þór Akureyri teflt fram 15 ára pilti, Aroni Einari Gunnarssyni sem síðar varð fyrirliði landsliðsins í fótbolta og atvinnumaður í íþróttinni.

Tveimur árum fyrr

Aron lék tveimur árum áður í KA-heimilinu með 4. flokki FH og vakið athygli Þóris sem var með myndavélina á lofti. Hér fyrir neðan er myndir Þóris frá þeim leik fyrir 20 árum.

Atli komst ekki með norður

Atli Hilmarsson var þjálfari FH á þessum tíma. Hann var og er í miklum metum hjá KA en undir stjórn Atla varð KA Íslandsmeistari 2002.

Atli komst ekki með FH norður vegna þess að hann var að jafna sig eftir aðgerð sem hann hafði gengist undir nokkrum dögum áður, eftir því sem segir á íþróttasíðum Morgunblaðsins daginn eftir leikinn.

Dóu ekki ráðalausir

Leikmenn FH bættu að einhverju leyti upp fjarveru Atla með því að útbúa eftirmynd af honum á pappaspjaldi sem þeir höfðu orðið sér út um. Upphaflega mun andlit annars manns hafa verið á spjaldinu. Var sá að auglýsa greiðslukort. Andlitsmynd Atla var límt á spjaldið og má deila um hversu vel tókst til.

Tolleraður í leikslok

PappaAtli fylgdi FH-ingum í leikinn í KA-heimilið. Sigursteinn Arndal þáverandi fyrirliði FH og núverandi þjálfari liðsins tók „Atla“ undir arminn eftir að sigur FH var í höfn í KA-heimilinu, 30:28, áður en „Atli“ var tolleraður eins og sjá má myndinni hér fyrir neðan.

Leikmenn FH tollera pappaAtla eftir sigurinn í KA-heimilinu 3. mars 2006. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -