- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gamlir samherjar verða andstæðingar

Axel Stefánsson t.h. veltir íbyggin fyrir sér stöðu mála ásamt kollega sínum en saman þjálfara þeir lið Storhamar. Mynd/Storhamar Håndball Elite

Fyrrverandi samherjar sem þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, Axel Stefánsson og Elías Már Halldórsson, verða andstæðingar í átta liða úrslitum þegar úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik kvenna hefst síðar í þessum mánuði.


Fredrikstad Bkl. sem Elías Már þjálfar hafnaði í sjöunda sæti norsku úrvalsdeildarinnar þegar keppni lauk í dag. Fredrikstad vann Flint Tønsberg, 26:17, í lokaumferðinni. Storhamar þar sem Axel er annar af þjálfurum varð í öðru sæti níu stigum á eftir Noregs- og Evrópumeisturum Vipers Kristiansand sem tapaði aðeins einu stigi allt keppnistímabilið.


Storhamar tapaði í síðustu umferðinni fyrir Molde Elite, 32:29, í Molde.
Birta Rún Grétarsdóttir var ekki í leikmannhópi Oppsal sem vann Tertnes, 34:32, í dag. Oppsal er fallið í 1. deild.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -