Tvö stig gengu ÍR-ingum úr greipum í Vestmannaeyjum í dag þegar þeir mættu ÍBV í 20. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Leikmenn ÍBV skoruðu tvö síðustu mörkin og tókst að krækja í annað stigið úr leiknum, 33:33, í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. ÍBV var marki yfir í hálfleik í jöfnum og skemmtilegum leik.
Stigið fleytti ÍR-ingum upp í 10. sæti Olísdeildar með 11 stig eftir leikina 20. Grótta er nú komin í umspilsæstið, það ellefta. Gróttumenn sækja Valsara heim á Hlíðarenda klukkan 16.
ÍBV siglir áfram lygnan sjó í sjötta sæti með 21 stig, þremur fyrir ofan Stjörnuna sem fær KA í heimsókn á morgun. Eyjamenn eru þremur stigum á eftir Haukum sem lögðu Fjölni örugglega í Fjölnishöllinni í dag, 37:18.
Vopnin virtust vera að snúast í höndum leikmanna ÍBV á síðustu mínútum leiksins við ÍR í dag. Gestirnir sneru leiknum sér í hag og komust yfir með þremur mörkum í röð, 32:30, þegar fjórar og hálf mínúta var eftir. Eyþór Ari Waage skoraði 33. mark ÍR, 33:31, þegar hálf önnur mínúta var eftir af leiktímnum.
Bjargvættur Eyjaliðsins var hornamaðurinn fljóti, Gauti Gunnarsson. Hann skoraði tvö síðustu mörk leiksins, þar af jöfnunarmarkið, 33:33, þegar sjö sekúndur voru til leiksloka.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Mörk ÍBV: Sveinn Jose Rivera 9, Gauti Gunnarsson 7, Daniel Esteves Vieira 6 (7 sköpuð færi), Andri Erlingsson 3/1 (8 sköpuð færi), Kristófer Ísak Bárðarson 3, Jason Stefánsson 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 1/1, Dagur Arnarsson 1 (9 sköpuð færi).
Varin skot: Pavel Miskevich 12, 26,7%.
Mörk ÍR: Bernard Kristján Darkoh 10 (7 sköpuð færi), Baldur Fritz Bjarnason 10/1, Sveinn Brynjar Agnarsson 3, Eyþór Ari Waage 3, Róbert Snær Örvarsson 3, Bjarki Steinn Þórisson 2, Nathan Doku Asare 1, Hrannar Ingi Jóhannsson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 12/1, 27,3%.
Tölfræði HBStatz.