- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gekk á ýmsu hjá Díönu Dögg og Söndru

Díana Dögg Magnúsdóttir leikmaður BSV Sachsen Zwickau. Mynd/Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

Það gekk á ýmsu hjá Eyjakonunum Díönu Dögg Magnúsdóttur og Söndru Erlingsdóttur í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Díana Dögg fékk beint rautt spjald snemma leiks með BSV Sachsen Zwickau í tapleik á útivelli meðan Sandra fagnaði stórsigri með Metzingen á heimavelli.


Sandra skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar í sigurleik Metzingen á Oldenburg á heimavelli, 35:24, eftir mikla flugeldasýningu í fyrri hálfleik. Að honum loknum var Metzingen með níu marka forskot, 21:12.


Díana Dögg fékk beint rautt spjald eftir átta mínútur í heimsókn BSV Sachsen Zwickau til HSG Bensheim/Auerbach í dag. „Þetta var mjög ósanngjarnt rautt spjald,“ sagði Díana Dögg ósátt við handbolta.is í kvöld.

Mjög skrýtinn dómur

„Við vorum í yfirtölu og ég stökk upp í hávörn, engin snerting og engin ýting í loftinu og því mjög skrýtinn dómur,“ sagði Díana Dögg sem hafði átt eina stoðsendingu og náð að stela boltanum einu sinni þegar rauða spjaldið fór á loft hjá bræðrunum David Hannes og Christian Hannes sem dæmdu leikinn.


Bensheim/Auerbach vann leikinn með átta marka mun, 30:22, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 17:12. Sara Odden fyrrverandi leikmaður Hauka var ekki með Sachsen Zwickau í leiknum.

Staðan í þýsku 1. deild kvenna:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -