- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gerðum okkur leikinn erfiðari en þörf var á

Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
- Auglýsing -

„Við vorum mjög beittir í upphafi og vorum með góða stöðu, 6:6, eftir korter eða svo en síðan fóru þeir að rótera liðinu eða þá við urðum lélegir þá misstum við þá fram úr okkur. En við voru með fyrsta settið gegn þeim,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar við handbolta.is í kvöld eftir fimm marka tap í undanúslitaleik við Hauka í TM-höllinni. Þetta var fyrsti leikur karlaliðs frá Stjörnunni í undanúrslitum á Íslandsmóti.

„Þegar við lentum í mótlæti þá hörfuðum við. Hver skýringin er á því hef ég ekki á reiðum höndum núna. Kannski fórum við út úr skipulaginu,“ sagði Patrekur sem fór af yfirvegun yfir leikinn með sínum mönnum í hálfleik verandi sjö mörkum undir á heimavelli, 15:8.


„Strákarnir svörðu vel fyrir sig í upphafi síðari hálfleiks en því miður þá misstum við takinn á nýjan leik. Menn verða að átta sig á að Stjarnan hefur ekki verið fastagestur í undanúrslitum í gegnum tíðina. Þessi staða er ný fyrir flesta leikmenn.


Hinsvegar gerðum við alltof mikið af einföldum mistökum í leiknum. Það gengur ekki gegn neinu liði og allra síst á móti Haukum. Af þeim sökum gerðum við okkur leikinn erfiðari en nauðsyn var á,“ sagði Patrekur ennfremur. Spurður út í síðari viðureignina á föstudaginn sagði hann það vera ljóst að Haukar væri sigurstranglegri.

„Ég vil að liðið mitt leiki á föstudaginn eins og það gerði fyrsta korterið í fyrri hálfleik og í tuttugu mínútur í síðari hálfleik í dag. Strákarnir hafa unnið fyrir því að vera í undanúrslitum og þá eiga þeir að njóta þess að taka þátt í leiknum.“

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -