- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gerir ráð fyrir að verða með í næstu viku

Bjarki Már Elísson leikmaður Telekom Veszprém í Ungverjalandi. Mynd/Telekom Veszprém
- Auglýsing -

„Ákvörðun var tekin um að bíða aðeins lengur eftir fyrsta leik hjá mér. Ég geri ráð fyrir því að vera með í næstu viku á móti Montpellier,“ sagði Bjarki Már Elísson hornamaður ungverska meistaraliðsins Telekom Veszprém og landsliðsmaður við handbolta.is í dag spurður hvort hann mæti í slaginn á morgun með liðinu gegn Evrópumeisturum SC Magdeburg í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í handknattleik.

„Jumpers knee“

Í byrjun júlí gekkst Bjarki Már undir aðgerð á vinstra hné hér á landi vegna meiðsla sem hrjáðu hann allt síðastliðið keppnistímabil. Hann var með svo kallað „jumpers knee“ sem teng­ist patellar-sin­inni fram­an á hnénu. Lék hann oft þjáður vegna meiðslanna og náði fyrir vikið ekki að sýna alltaf sínar bestu hliðar á leikvellinum.

Allt samkvæmt áætlun

Bjarki Már segir endurhæfingu hafa gengið vel og að útlitið sé gott. „Það var talað um að ég þyrfti tólf vikur frá aðgerð til að jafna mig. Núna eru liðnar tíu og hálf þannig ég vildi gefa þessu aðeins meiri tíma.“

Íhugaði að koma fyrr

„Hinn hornamaður Veszprém [Hugo Descat] var eitthvað tæpur og því var ég að íhuga að reyna að koma eitthvað fyrr inn en til stóð. Hann er búinn að jafna sig. Þess vegna var ákveðið bara að ég myndi ekki ferðast með liðinu til Þýskalands,“ sagði Bjarki Már sem er að hefja sitt annað keppnistímabil með Veszprém sem hefur fremsta handknattleikslið Ungverjalands um árabil.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -