- Auglýsing -
- Auglýsing -

Getum verið mjög sáttir

Ýmir Örn Gíslason er einn landsliðsmanna Íslands. Mynd/Guðmundur Lúðvíksson
- Auglýsing -

„Ég er viss um að við sýndum það í kvöld að við ætluðum ekki að gefa neitt eftir, vorum klárir frá byrjun og héldu áfram allt til enda,“ sagði Ýmir Örn Gíslason sem fór á kostum í íslensku vörninni í kvöld gegn Litháum og var vafalítið einn besti leikmaður íslenska landsliðsins í stórsigrinum, 36:20, í Laugardalshöll.

„Ég er virkilega ánægður með hvað við vorum öflugir alveg til enda,“ sagði Ýmir Örn sem lét miðjumanninn öfluga Aidenas Malasinkas finna hressilega fyrir sér frá upphafi.


„Ég held að við getum verið mjög sáttir við hvernig við unnum gegn honum og eins skyttunni hávöxnu númer 15. Þetta eru sterkir menn, maður gegn manni. Við vorum með Malasinkas í fastataki alveg frá upphafi til enda,“ sagði Ýmir Örn sem var afar sáttur við samvinnu sína og Arnars Freys Arnarssonar í þristastöðunni í vörninni. „Samvinna þristanna og bakvarðanna var til fyrirmyndar. Við náðum vel saman.“


Ýmir Örn sagði menn hafa verið einbeitta og ekki látið dauflega stemningu í Höllinni hafa áhrif á sig. Hann sé reyndar vanur frá Þýskalandi að leika fyrir framan fáa eða enga áhorfendur enda engum hleypt inn á heimaleiki liðs hans í Þýskalandi fram til þess á keppnistímabilinu.

„Við vorum bara á fullu enda hélt Gummi þjálfari okkur við efnið. Að taka Litháana með sextán mörkum er bara mjög sterkt en þetta var alls ekki léttur leikur þótt munurinn í leikslok gefi ef til vill til kynna að svo hafi verið,“ sagði Ýmir Örn Gíslason við handbolta.is í Laugardalshöll í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -