- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir bætist í hóp smitaðra

Gísli Þorgeir Kristjánsson er þriðji landsliðsmaðurinn sem greinist með covid í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Enn fækkar í íslenska landsliðshópnum í handknattleik. Í morgun greindust Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson jákvæðir í hraðprófi og nú síðdegis var staðfest að Gísli Þorgeir Kristjánsson hafi mælst með kórónuveiruna í PCR-próf sem gekkst undir í morgun.

HSÍ staðfesti tíðindin fyrir stundu.


„Í hraðprófi sem tekið var eftir hádegi í dag greindist Gísli Þorgeir Kristjánsson með jákvætt próf sem hefur nú verið staðfest með PCR prófi.
14 leikmenn verða því í leikmannahópi Íslands í kvöld þar sem 6 leikmenn hafa núna greinst með Covid.


Guðmundur Þórður Guðmundsson hefur ákveðið að kalla Magnús Óla Magnússon og Vigni Stefánsson leikmenn Vals til móts við íslenska liðið og koma þeir til Búdapest morgun.”

Þar með eru 14 leikmenn eftir í landsliðshópnum sem mætir Dönum í kvöld. Sex leikmenn hafa greinst jákvæðir. Þrír í gær, Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson og þrír í dag.

Eftirtaldir 14 leikmenn taka þátt í leiknum við Dani í kvöld sem hefst klukkan 19.30.

Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding (41/1).
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold (28/1).
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (66/76).
Daníel Þór Ingason, Bailingen-Weilstetten (34/9).
Elvar Ásgeirsson, Nancy (0/0).
Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix Universite Club (14/18).
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (16/16).
Janus Daði Smárason, Frisch Auf Göppingen (52/69).
Orri Freyr Þorkelsson, Elverum (4/1).
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (59/165).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Tauron Kielce (42/105).
Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (22/22).
Viggó Kristjánsson, TVB 1898 Stuttgart (24/59).
Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (55/26).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -