- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir lék á als oddi

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður ársins í þýskum handknattleik 2023. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir Kristjánsson átti enn einn stórleikinn í dag með Magdeburg í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Hann skoraði átta mörk í níu tilraunum og gaf fjórar stoðsendingar þegar liðið vann Lemgo með sex marka mun á heimavelli Lemgo, 34:28. Gísli Þorgeir var markahæstur leikmanna Magdeburg. Hollendingurinn Kay Smits var næstur með sjö mörk.


Hornamaðurinn Lukas Zerbe skoraði átta mörk fyrir Lemgo-liðið.

Skoruðu tvö síðustu mörkin

Teitur Örn Einarsson fagnaði baráttusigri með Flensburg í heimsókn til Stuttgart, 32:30. Flensburg skoraði tvö síðustu mörkin. Flensburgliðinu var sigurinn nauðsynlegur til þess að halda í við efstu lið deildarinnar. Teitur Örn skoraði ekki mark í leiknum.

Johannes Golla og Aaron Mensing skoruðu sex mörk hvor fyrir Flensburgliðið. Línumaðurinn Marino Maric skoraði sjö mörk í átta skotum í sínum fyrsta leik fyrir Stuttgart eftir að hafa komið til liðsins í byrjun vikunnar frá Leipzig.

Arnór hafði betur í Íslendingaslag

Arnór Þór Gunnarsson og samherjar í Bergischer HC unnu MT Melsungen í hörkuleik, 28:27. Arnór Þór skoraði eitt mark. Elvar Örn Jónsson var markahæstur leikmanna Melsungen með fimm mörk. Einnig gaf hann eina stoðsendingu. Arnar Freyr Arnarsson skorað eitt mark og var einu sinni vísað af leikvelli.

Lukas Stutzke var markahæstur hjá Bergischer með átta mörk.


Füchse Berlin heldur efsta sæti deildairnnar. Berlínarliðið vann neðsta lið deildarinnar, Hamm-Westfalen, 32:29.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -