- Auglýsing -

Gísli Þorgeir með í fyrsta sinn

Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður SC Magdeburg og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður efsta liðs þýsku 1. deildarinnar, SC Magdeburg, er í liði 23. umferðar deildarinnar. Stórbrotin frammistaða hans í 13 marka sigri SC Magdeburg á Bergischer HC, 38:25, skilar Gísla Þorgeiri í lið umferðarinnar í fyrsta sinn á keppnistímabilinu.


Gísli Þorgeir skoraði átta mörk og átti tvær stoðsendingar í leiknum í Magdeburg í gær. Sigurinn treysti stöðu liðsins í efsta sæti deildarinnar.Gísli Þorgeir, Ómar Ingi Magnússon og samherjar í Magdeburg eru á leiðinni til Nasice í Króatíu þar sem þeir mæta RK Nexe í riðlakeppni Evrópudeildarinnar annað kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -