- Auglýsing -
- Auglýsing -

Glaður að vera mættur aftur

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður Magdeburg. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

„Þetta var ánægjulega stund. Ég er mjög glaður að vera mættur á ný í landsliðsbúninginn,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson sem klæddist landsliðspeysunni í fyrsta sinn í 22 mánuði í gærkvöld þegar íslenska landsliðið mætti landsliði Litháen í Laugardalshöll í undankepnni EM í handknattleik. Ísland vann með yfirburðum, 36:20.

Gísli Þorgeir var síðast með landsliðinu á HM í Þýskalandi í janúar 2019.

„Til viðbótar var þetta frábær leikur hjá okkur frá upphafi. Við vorum tilbúnir frá upphafi, náðum tökum á leiknum og slepptum þeim aldrei. Það er frábært, ekki síst þar sem við náðum aðeins einni æfingu saman og höfðum þar af leiðandi lítinn tíma til að slípa okkur saman. En að sýna þessa frammstöðu og vinna Litháa með 16 marka mun er frábært,“ sagði Gísli Þorgeir sem undirstrikaði að landslið Litháa væri ekki skipað byrjendum. Að uppistöðu til væri um sama lið og ræða og íslenska landsliðið átti í mestu vandræðum með í undankeppni HM vorið 2018.

„Vörnin gaf tóninn með Ými Örn fremstan í flokki þar sem hann hélt Aidenas Malasinkas alveg niðri. Malasinkas er mjög góður leikmaður en Ýmir var frábær.

Til viðbótar vorum við mjög agaðir og duglegir að keyra í bakið á Litháunum í hvert skipti sem þeir gerðu mistök. Við vorum í raun frábærir og ég er glaður og nokkuð ánægður með mína frammistöðu,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson og bætti við að gaman hafi verið að sjá Hákon Daða Styrmisson og Orra Frey Þorkelsson koma af krafti inn í liðið. „Ég held að við getum verið bjartsýnir á framhaldið.“


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -