- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Gleðidagur í Kaplakrika“

Ágúst Birgisson hefur samið við FH til næstu þriggja ára. Mynd/ J.L.Long
- Auglýsing -

Ágúst Birgisson, línu- og varnarmaðurinn sterki, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við FH. Ágúst sem kom til félagsins fyrir fimm og hálfu ári síðan mun því leika áfram með FH, til ársins 2024.

Ágúst hefur undanfarin ár verið einn allra besti línu- og varnarmaður Olísdeildarinnar.

„Ágúst er einn mesti karakter sem ég hef kynnst, innan sem utan vallar, leikmaður sem er ekki annað hægt en að elska. Þvílíkur félagsmaður með stórt FH hjarta. Ágúst er að skrifa undir langtímasamning og sýnir okkur FH-ingum hollustu til framtíðar. Þetta er gleðidagur í Kaplakrika,“ er haft eftir Ásgeiri Jónssyni, formanni handknattleiksdeildar FH, í tilkynningu frá deildinni í morgun.

Ágúst hefur skoraði 48 mörk í 16 leikjum með FH-liðinu i Olísdeildinni og fimmtán sinnum mátt bíta í það súra epli að vera vísað af leikvelli í tvær mínútur. Hann hefur ekki tekið þátt í síðustu leikjum FH-inga vegna meiðsla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -