- Auglýsing -
- Auglýsing -

Glerbrotum rigndi yfir í upphitun – myndskeið

Hér má sjá hvernig vítateigurinn leit út eftir að glerbrotunum rigndi í íþróttahöllinni. Mynd/skjáskot af tv2. dk
- Auglýsing -

Í miðri upphitun ungverska kvennalandsliðsins í handknattleik í íþróttahöllinni í Trollhättan í Svíþjóð í gær rigndi skyndilega glerbrotum yfir leikmenn. Mest af brotunum féll á einn markvörð liðsins sem var í öða önn að hita upp og átti sér skiljanlega einskis ills von.

Brotin féllu af körfuboltaspjaldi sem lyft hafði verið upp í rjáfur. Hinsvegar vildi svo óheppilega til að bolti skaust upp í spjaldið með þeim afleiðingum að það perlaðist niður og yfir Ungverjana, mest þó yfir markvörðurinn.


Betur fór en áhorfðist. Hvorki markvörðurinn né aðrir leikmenn ungverska liðsins báru skaða af sem er hreint með ólíkindum. Skiljanlega varð töf á upphitun meðan hugað var að leikmönnum og gólfið hreinsað fullkomlega til að koma í veg fyrir að minnstu agnir væru eftir á keppnisgólfinu og utan þess.


Uppákoman sló ekki ungverska landsliðið út af laginu. Það lagði sænska landsliðið í vináttuleik, sem tók við að hreinsun lokinni, 28:27. Liðin mætast öðru sinni á sama stað í dag. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir EM sem hefst á fimmtudaginn en bæði sænska og ungverska landsliðið taka þátt í mótinu.

Myndskeið frá sænska sjónvarpinu af atvikinu er hægt að sjá með því að smella á slóðina hér fyrir neðan.

https://www.svt.se/sport/handboll/forsening-i-goteborg-efter-glaskaos?fbclid=IwAR2gyvrC25Gci08lAFEjJlzb5LgfYYeNyL8JKUMSMO9z8otR_FpLKuRw-6M

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -