- Auglýsing -
- Auglýsing -

Góður sigur hjá Tuma og félögum – loksins vann Minden

Tumi Steinn Rúnarsson, leikmaður Coburg 2000, rær á ný mið í sumar. Mynd/Iris Bilek, Facebooksíða Coburg
- Auglýsing -

Tumi Steinn Rúnarsson átti afar góðan leik þegar lið hans HSC 2000 Coburg vann Hamm-Westfalen, 31:27, í 2. deild þýska handknattleiksins í gærkvöld. Leikurinn fór fram í WESTPRESS arena, heimavelli Hamm-Westfalen. Tumi Steinn skoraði fimm mörk og átti fimm stoðsendingar.

Með sigrinum góða á útivelli í gær er HSC 2000 Coburg í sjötta sæti deildarinnar með 27 stig þegar 11 umferðir eru eftir. Hamm-Westfalen er í þriðja sæti fimm stigum á eftir efsta liðinu Potsdam.

Loksins vann Minden

Eftir sjö tapleiki í röð kom loks að því í gærkvöld að GWD Minden vann leik í deildinni þegar liðið vann í heimsókn til Tusem Essen í gærkvöld, 31:25. Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði þrjú mörk fyrir Minden og var tvisvar vikið af leikvelli. Sveinn Jóhannsson skoraði ekki að þessu sinni.

Eftir tap fyrir Elbflorenz í síðustu umferð þá féll GDW Minden niður í næst neðsta sæti. Sigurinn í gærkvöld færði liðið upp í 16. sæti af 18 liðum vegna þess að Vinnhorst tapaði fyrir efsta liðinu, Potsdam, 40:28, á fimmtudagskvöldið.

Stöðuna í þýsku 2. deildinni og í fleiri deildum í Evrópu er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -