- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gott að fara með stigin heim

Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, og leikmenn naga sig í handarbökin eftir jafntefli við Stjörnunar í gærkvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Þetta var svolítill barningur en okkur tókst að ná stigunum tveimur sem skipta öllu máli. Það verður gott að fara með tvö stig í rútuna norður,“ sagði Ásdís Guðmundsdóttir, leikmaður KA/Þórs í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir sigur liðsins á FH, 21:19, í lokaleik 3. umferðar Olísdeildar kvenna en leikið var í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Þetta var fyrsti sigur KA/Þórs í Olísdeildinni á þessari leiktíð. „Við komum til baka í dag eftir að okkur tókst ekki alveg að sýna okkar rétta andlit í leiknum við Stjörnuna fyrir viku. Nú liggur leiðin bara upp á við,“ sagði Ásdís. Hún sagði uppleggið í leiknum hafa verið það að byggja á góðri vörn og markvörslu í leiknum í gær.

„Við lentum í nokkrum vandræðum á köflum í sóknarleiknum. FH-liðið sótti langt út á móti Rut [Jónsdóttur] sem gerði okkur erfitt um vik. Þess utan þá fórum við líka mjög illa með mörg góð tækifæri. Markvörður FH reyndist okkur einnig óþægur ljár í þúfu,“ sagði Ásdís og bætti við að hléið sem nú verður á deildarkeppninni næstu tvær vikur verði vel notað til þess að fínpússa leik liðsins.

„Aðalatriðið er hinsvegar það að deildin er frábær, sú staðreynd gerir það ennþá skemmtilegra að spila handbolta,“ sagði Ásdís Guðmundsdóttir, leikmaður KA/Þórs glöð í bragði.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -