- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gott að finna aftur sigurtilfinninguna

Oddur Gretarsson leikmaður Balingen. Mynd/Balingen-Weilstetten
- Auglýsing -

„Það er virkilega gott að finna þessa sigurtilfinningu aftur,“ sagði Oddur Gretarsson markahæsti leikmaður Balingen-Weilstetten við handbolta.is í gærkvöld eftir að liðið vann annan sigur sinn í röð í þýsku 1.deildinni í handknattleik. Balingen vann þá Erlangen, 34:32, eftir að hafa átt undir högg að sækja lengst af leiksins og m.a. lent sex mörkum undir snemma í síðari hálfleik.

„Ég held að sigurleikurinn gegn Lemgo hafi losað um smá pressu og sjá okkur með stig á töflunni,“ sagði Oddur en eftir sex tapleiki í upphafi deildarkeppninnar hefur Balingen unnið tvo leiki í röð á útivelli.

Veita sjálfstraust og ró

„Þessi sigrar á útivelli gefa okkur ekki bara þessi stig heldur einnig aukið sjálfstraust og kannski meiri ró og yfirvegun,“ sagði Oddur jafnframt við handbolta.is.

Balingen leikur ekki um helgina vegna þess að talsvert er um frestanir á leikjum þessa dagana eftir að smit kórónuveiru hefur komið upp hjá nokkrum liðum deildarinnar. Sem betur fer hefur Balingen liðið sloppið ennþá. Ef til þess kemur að einn leikmaður smitast fara allir í hópnum í 14 daga sóttkví. Þannig eru reglur í sambandsríki því sem Balingen tilheyrir.

Finn til með íþróttafólki á Íslandi

„Maður tekur bara einn dag í einu í þessu ástandi. Það þarf ekki nema eitt smit hjá okkur og þá erum við komnir komnir í tveggja vikna sóttkví. Ég er bara þakklátur fyrir að mega æfa og spila. Að minnsta kosti miðað við ástandið á Íslandi. Ég finn til með íþróttafólki á Íslandi,“ segir Oddur Gretarsson, handknattleiksmaður hjá Balingen-Weilstetten í samtali við handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -