- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grænlendingar eru sárir og reiðir

Merki Handknattleikssambands Grænlands.
- Auglýsing -

Forsvarsmenn og Handknattleikssamband Grænlands og landsliðsmenn eru ævareiðir vegna ákvörðunar Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, í gær að senda Bandaríkjamönnum farseðilinn á heimsmeistaramótið í handknattleik karla sem fram fer í Egyptalandi í janúar.

Grænlendingar hafa þegar mótmælt við IHF og segja ákvörðun IHF ekki byggða á íþróttalegum forsendum þar sem grænlenska landsliðið hafi margoft sýnt fram á það á síðustu árum að það sé betra en bandaríska landsliðið.


Eins og kom fram á handbolti.is í gær þá hjó IHF á hnútinn sem kominn var vegna þess að ekki hefur reynst unnt að halda undankeppni HM í Norður-Ameríku og í Karbíahafi vegna kórónuveirufaraldursins. Meðal þeirra þjóða sem sitja nú eftir með sárt ennið eru Grænlendingar, Kanadamenn, Púertó Ríkóbúar, en þar var Jaliesky Garcia fyrrverandi landsliðsmaður og HK-ingur landsliðsþjálfari, var a.m.k. til skamms tíma landsliðsþjálfari.


„Nú þegar þátttökuþjóðum á HM var fjölgað úr 24 í 32 sáum við möguleika á að komast á HM aukast verulega. Nú er sú von orðin að engu eftir að Úrúgvæ og Bandaríkin verða með. Við höfum aldrei tapað fyrir Úrúgvæ og oftast nær unnið bandaríska liðið á síðustu árum. Þetta eru mikil vonbrigði,” sagði Minik Dahl Høegh, leikmaður grænlenska landsliðsins sáróánægður við Sermitsiag í gær. Úrúgvæ komst reyndar á HM í gegnum Suður-Amerkíukeppnina en þátttökuþjóðum þaðan fjölgaði um eina þegar ákveðið var að bæta átta þjóðum við á HM.

„Við höfum árum saman lagt okkur fram við æfingar og keppni með það að langtíma markmið að taka þátt í HM.”


„Við erum ósammála IHF og mjög óánægðir með þessa ákvörðun svo ekki sé tekið dýpra í árinni,” sagði Jørgen Isak Olsen, formaður grænlenska handknattleikssambandsins í samtali við Kalaallit Nunaata Radioa sem er ríkissjónvarp Grænlendinga.

„Við höfum þegar í stað mótmælt þessari ákvörðun við alþjóða sambandið og álfusamband okkar. Þarna ráða peningarnir ferðinni, ekki íþróttin. Við höfum margoft sýnt að landslið okkar er mikið betra en það bandaríska,” sagði Olsen ennfremur.


Olsen segist vita að ákvörðuninni verði ekki breytt. Hinsvegar sé ekki annað hægt en að láta í sér heyra og mótmæla gjörningi af þessu tagi sem er ekki tekinn á faglegum forsendum, sé hreinlega út í bláinn.


Grænlendingar tóku nokkrum sinnum þátt í HM á fyrsta áratug aldarinnar og voru síðast með 2007 þegar mótið fór fram í Þýskalandi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -