- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grétar Ari fór á kostum á milli stanganna

Grétar Ari Guðjónsson markvörður Nice. Mynd/Cavigal Nice Handball
- Auglýsing -

Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson átti stórleik á milli markstanganna hjá franska liðinu Nice í gærkvöld þegar það vann kærkominn sigur á Valence á heimavelli í næst efstu deild franska handboltans, 30:27, eftir að jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 13:13.

Grétar Ari varði 14 skot og var með 34,15% hlutfallsmarkvörslu og segja má að frammistaða hans hafi skilið liðin að þegar upp var staðið. Hann varði eitt vítakast.

Að loknum jöfnum fyrri hálfleik þá tóku Grétar Ari og félagar öll völd á leikvellinum í síðari hálfleik og héldu tveggja til fjögurra marka forystu allt til loka.

Eftir þunga byrjun í haust hefur Nice-liðið sótt í sig veðrið upp á síðkastið og er nú komið upp í áttunda sæti með átta stig eftir tíu leiki. Nancy er efst með 16 stig eftir níu leiki en þar á eftir koma Cherbourg og Pontault.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -