- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grétar Ari varði vel í fyrsta sigurleiknum

Gretar Ari Guðjónsson, handknattleiksmarkvörður franska liðsins Nice. Mynd/Cavigal Nice handball
- Auglýsing -

Grétar Ari Guðjónsson, markvörður, stóð sig afar vel þegar Nice vann sinn fyrsta leik í frönsku B-deildinni í handknattleik í gærkvöld er liðið mætti Angers á heimavelli, 31:25.

Grétar Ari, sem kom til Nice frá Haukum í sumar, varði 13 skot og var með ríflega 36% hlutfallsmarkvörslu. Hann stóð allan leikinn í marki Nice-liðsins.

Nice var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Leikmenn Angers gerðu nokkur áhlaup þegar á leið leikinn og tókst að minnka muninn í eitt mark, 25:24, þegar níu mínútur lifðu af leiktímanum. Nær komust þeir ekki og Grétar Ari og félagar sigldu framúr á ný og unnu öruggan sigur á heimavelli.

Nice er þar með komið upp í 10. sæti deildarinnar með þrjú stig eftir sex leiki. Næsti leikur liðsins verður gegn Besancon á heimavelli á þriðjudagskvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -