- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill 66 karla: Fimm leikir – úrslit og markaskor

Leikmenn Þórs kátir að leikslokum í dag eftir sigur á ungmennaliði Vals. Mynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net
- Auglýsing -

Fyrsta umferð Grill 66-deildar karla í handknattleik fór fram í dag. Tíu lið skipa deildina og voru þar af leiðandi fimm leikir á dagskrá. ÍR, Hörður, Fjölnir og ungmennalið Fram hrósuðu sigri í leikjunum.

Ungmennalið Víkings náði að velgja Herði undir uggum en Ísfirðingar voru sterkari þegar á leikinn leið á Torfnesi.


ÍR, sem flestir veðja á að hreppi efsta sætið, vann ungmennalið HK í miklum markaleik í Skógarseli, 40:33.

Unglingalandsliðsmarkvörðurinn Breki Hrafn Árnason fór á kostum og varði 20 skot í sigri ungmennaliðs Fram á ungmennum KA í Úlfarsárdal.

Akureyri.net: Þórsarar byrjuðu með sigri á Völsurum

Önnur umferð deildarinnar fer fram eftir viku.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Hörður – Víkingur U 31:26 (10:14).
Mörk Harðar: Axel Sveinsson 6, Guilherme Carmignoli Andrade 6, Sudario Eidur Carneiro 5, Óli Björn Vilhjálmsson 4, Jhonatan C. Santos 4, Daníel Wale Adeleye 3, Endijs Kusners 2, Jose Esteves Neto 1.
Varin skot: Stefán Freyr Jónsson 14, Albert Marzelíus Hákonarson 1.
Mörk Víkings U.: Kristófer Snær Þorgeirsson 5, Arnar Gauti Arnarsson 4, Benedikt Emil Aðalsteinsson 4, Bergur Breki Ragnarsson 3, Birgir Örn Birgisson 3, Ólafur Jón Guðjónsson 3, Hinrik Örn Jóhannsson 1, Axel Harry Thorsteinson 1, Nökkvi Gunnarsson 1, Ari Freyr Jónsson 1.
Varin skot: Hinrik Örn Jóhannsson 13, Heiðar Snær Tómasson 1.

Ómar Örn Jónsson dómari í leik Þórs og ungmennaliðs Vals gefur leikmanni merki um að vera utan vallar næstu tvær mínútur. Mynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net

Þór – Valur U 28:26 (14:11).
Mörk Þórs: Brynjar Hólm Grétarsson 6, Aron Hólm Kristjánsson 5, Arnór Þorri Þorsteinsson 3, Arnþór Gylfi Finnsson 3, Halldór Yngvi Jónsson 3, Halldór Kristinn Harðarson 3, Jón Ólafur Þorsteinsson 2, Viðar Ernir Reimarsson 2, Hilmir Kristjánsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 13, Tómas Ingi Gunnarsson 1.
Mörk Vals U.: Hlynur Freyr Geirmundsson 5, Knútur Gauti Kruger 5, Daníel Montoro Montoro 4, Daníel Örn Guðmundsson 3, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 3, Atli Hrafn Bernburg 2, Gabríel Kvaran 1, Dagur Leó Fannarsson 1, Loftur Ásmundsson 1, Jóhannes Jóhannesson 1.
Varin skot: Stefán Pétursson 6.

Fram U – KA U 32:25 (14:12).
Mörk Fram U.: Theodór Sigurðsson 9, Bjartur Már Guðmundsson 5, Stefán Orri Arnalds 5, Daníel Stefán Reynisson 4, Kjartan Þór Júlíusson 4, Arnþór Sævarsson 3, Marel Baldvinsson 1, Max Emil Stenlund 1.
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 20.
Mörk KA U.: Skarphéðinn Ívar Einarsson 8, Dagur Árni Heimisson 5, Hilmar Bjarki Gíslason 4, Hugi Elmarsson 3, Jóhann Bjarki Hauksson 2, Leó Friðriksson 1, Haraldur Bolli Heimisson 1, Logi Gautason 1.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 10, Óskar Þórarinsson 1.

Aron Hólm Kristjánsson leikmaður Þórs að skora eitt af fimm mörkum sínum í leiknum við ungmennalið Vals í Höllinni á Akueyri í dag. Mynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net

Fjölnir – Haukar U 26:22 (12:9).
Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 7, Viktor Berg Grétarsson 3, Óðinn Freyr Heiðmarsson 3, Dagur Logi Sigurðsson 3, Tómas Bragi Starrason 3, Alex Máni Oddnýjarson 3, Elvar Þór Ólafsson 2, Sigurður Örn Þorsteinsson 1, Bernhard Snær Petersen 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 16.
Mörk Hauka U.: Jón Brynjar Kjartansson 4, Sigurður Bjarmi Árnason 4, Freyr Aronsson 4, Ásgeir Bragi Þórðarson 3, Kristófer Máni Jónasson 3, Egill Jónsson 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 1, Lárus Þór Björgvinsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 7, Ari Dignus Maríuson 3.

ÍR – HK U 40:33 (22:16).
Mörk ÍR: Eyþór Ari Waage 10, Hrannar Ingi Jóhannsson 6, Sveinn Brynjar Agnarsson 6, Bernard Kristján Darkoh 4, Egill Skorri Vigfússon 3, Bergþór Róbertsson 3, Baldur Fritz Bjarnason 2, Róbert Snær Örvarsson 2, Nathan Doku Asare 2, Andri Freyr Ármannsson 1, Bjarki Steinn Þórisson 1.
Varin skot: Rökkvi Pacheco Steinunnarson 21, Alexander Ásgrímsson 2.
Mörk HK U.: Ágúst Guðmundsson 8, Benedikt Þorsteinsson 7, Marteinn Sverrir Bjarnason 5, Halldór Svan Svansson 4, Mikael Andri Samúelsson 2, Ísak Óli Eggertsson 2, Ingibert Snær Erlingsson 2, Tumi Steinn Andrason 1, Davíð Elí Heimisson 1, Örn Alexandersson 1.
Varin skot: Einar Gunnar Guðjónsson 11.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -