- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill 66karla: Fram á toppinn – forseti og þjálfari léku með KA

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Ungmennalið Fram endurheimti efsta sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik í dag með öruggum sigri á liðinu sem þar var fyrir í bóli, Þór, 40:30, í Úlfarsárdal í einum af fjórum viðureignum deildarinnar sem fram fóru. Þar með lauk áttundu umferð.

Að henni lokinni þá harðnaði frekar en hitt baráttan á toppnum.
Fram U, sem getur ekki flust upp í Olísdeildinni í vor hversu vel sem liðinu á eftir að ganga, hefur 12 stig. Þór og Fjölnir eru með 11 stig hvort.


ÍR fylgir fast á eftir með 10 stig eftir stórsigur á ungmennaliði KA, 42:25 í Skógarseli.

Heimir Örn Árnason í leik með KA U gegn ÍR í Skógarseli í kvöld. Mynd/Aðsend

KA tefldi reyndar ekki eingöngu fram táningum í dag heldur var forseti bæjastjórnar á Akureyri, Heimir Örn Árnason, á meðal leikmanna, og þjálfari A-liðs karla, Halldór Stefán Haraldsson, sem hefur haldið sig norðan megin við hliðarlínuna um langt árabil var einnig á meðal leikmanna. KA ákvað að hvíla nokkra leikmenn úr 3. flokki sem staðið hafa í ströngu með A-liði KA í Olísdeildinni upp á síðkastið. Þess vegna varð að fylla upp í hópinn með reyndari leikmönnum.

Harðarmenn á Ísafirði lögðu ungmennlið Hauka, 28:25, og nálgast efstu liðin hægt og bítandi.

Úrslit dagsins

Staðan í Grill 66-deildunum og næstu leikir.

Fram U – Þór 40:30 (18:14).
Mörk Fram U.: Tryggvi Garðar Jónsson 8, Bjartur Már Guðmundsson 7, Sigurður Bjarki Jónsson 6, Arnþór Sævarsson 6, Theodór Sigurðsson 5, Max Emil Stenlund 4, Benjamín Björnsson 2, Alex Unnar Hallgrímsson 2.
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 11, Starkaður Arnalds Arnalds 2.
Mörk Þórs: Arnór Þorri Þorsteinsson 7, Brynjar Hólm Grétarsson 7, Aron Hólm Kristjánsson 6, Jóhann Gunnarsson 3, Sigurður Ringsted Sigurðsson 2, Jón Ólafur Þorsteinsson 2, Friðrik Svavarsson 1, Arnþór Gylfi Finnsson 1, Andri Snær Jóhannsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 8.

Hörður – Haukar U 28:25 (17:15).
Mörk Harðar: Endijs Kusners 6, Jhonatan C. Santos 6, Guilherme Carmignoli Andrade 3, Daníel Wale Adeleye 3, Óli Björn Vilhjálmsson 3, Jose Esteves Neto 2, Axel Sveinsson 2, Tugberk Catkin 2, Guðmundur Brynjar Björgvinsson 1.
Varin skot: Stefán Freyr Jónsson 13, Albert Marzelíus Hákonarson 1.
Mörk Hauka U.: Birkir Snær Steinsson 8, Sigurður Snær Sigurjónsson 4, Bóas Karlsson 3, Sigurður Bjarmi Árnason 2, Helgi Marinó Kristófersson 2, Ásgeir Bragi Þórðarson 2, Páll Þór Kolbeins 2, Daníel Máni Sigurgeirsson 1, Stefán Karolis Stefánsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 9, Ari Dignus Maríuson 3.

ÍR – KA U 42:25 (21:13).
Mörk ÍR: Róbert Snær Örvarsson 7, Sveinn Brynjar Agnarsson 7, Baldur Fritz Bjarnason 6, Bernard Kristján Darkoh 5, Viktor Freyr Viðarsson 5, Egill Skorri Vigfússon 3, Eyþór Ari Waage 2, Eyþór Ari Waage 2, Rökkvi Pacheco Steinunnarson 2, Nathan Doku Asare 1, Bergþór Róbertsson 1, Nökkvi Blær Hafþórsson 1.
Varin skot: Rökkvi Pacheco Steinunnarson 15, Gísli Hrafn Valsson 4.
Mörk KA U.: Aron Daði Bergþórsson 8, Jóhann Bjarki Hauksson 5, Leó Friðriksson 4, Logi Gautason 2, Ernir Elí Ellertsson 2, Heimir Örn Árnason 2, Aðalbjörn Leifsson 2.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 10.

Víkingur U – HK U 25:25 (13:17).
Mörk Víkings U.: Benedikt Emil Aðalsteinsson 10, Arnar Steinn Arnarsson 5, Arnar Gauti Arnarsson 4, Sigurður Páll Matthíasson 2, Kristófer Snær Þorgeirsson 2, Einar Marteinn Einarsson 1, Arnar Már Ásmundsson 1.V
Varin skot: Heiðar Snær Tómasson 13.
Mörk HK U.: Marteinn Sverrir Bjarnason 5, Egill Már Hjartarson 3, Haukur Ingi Hauksson 3, Kristófer Stefánsson 3, Davíð Elí Heimisson 3, Benedikt Þorsteinsson 3, Örn Alexandersson 2, Halldór Svan Svansson 1, Elmar Franz Ólafsson 1, Ísak Óli Eggertsson 1.
Varin skot: Patrekur Guðni Þorbergsson 6, Einar Gunnar Guðjónsson 1.

Staðan í Grill 66-deildum og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -