- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill 66karla: Valur skoraði fjögur síðustu mörkin

Marknet í Laugardalshöll. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ungmennalið Vals skoraði fjögur síðustu mörk viðureignar sinnar við ungmennalið HK í Origohöllinni í kvöld en leikurinn var liður í keppni í Grill 66-deild karla. Mörkin fjögur innsigluðu sigur Valsara, 33:29.


Talsverðar sveiflur voru í leiknum. Má þar m.a. nefna að áður en Valur skoraði síðustu mörk leiksins hafði HK-liðið skorað þrjú mörk í röð og jafnað metin, 29:29. Annars voru leikmenn Vals með frumkvæði allan síðari hálfleikinn eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 17:16.

Stefán Pétursson átti stórleik í marki Vals með 19 skot.

Eftir leikinn í kvöld er Valur með fjögur stig að loknum fjórum leikjum. HK er næst neðst með eitt stig. Ungmennalið Vals og Hauka eiga leik inni sem frestað var á dögunum vegna þátttöku A-liðs Vals í Evrópukeppni.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Mörk Vals U.: Dagur Leó Fannarsson 8, Daníel Örn Guðmundsson 7, Jóel Bernburg 4, Tómas Sigurðarson 4, Knútur Gauti Kruger 3, Jakob Felix Pálsson 3, Atli Hrafn Bernburg 2, Daníel Montoro Montoro 1, Jóhannes Jóhannesson 1.
Varin skot: Stefán Pétursson 19.

Mörk HK U.: Marteinn Sverrir Bjarnason 7, Egill Már Hjartarson 5, Benedikt Þorsteinsson 3, Haukur Ingi Hauksson 3, Ingibert Snær Erlingsson 3, Ísak Óli Eggertsson 3, Ágúst Guðmundsson 2, Kristófer Stefánsson 1, Tumi Steinn Andrason 1, Örn Alexandersson 1.
Varin skot: Patrekur Guðni Þorbergsson 5, Einar Gunnar Guðjónsson 3.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -