- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill 66kvenna: FH fer í umspil – Ingunn skoraði sigurmark – úrslit, staðan

Emilía Ósk Steinarsdóttir, FH-ingur. Ljósmynd/Brynja T.
- Auglýsing -

FH vann mikilvægan sigur á HK í næst síðustu umferð Grill 66-deildar kvenna í Kórnum í dag, 28:26. Þar með hreppa FH-ingar sæti í 1. umferð umspils um sæti í Olísdeild kvenna ásamt Gróttu og Víkingi sem er í öðru og þriðja sæti Grill 66-deildar. FH er fjórum stigum á undan HK fyrir lokaumferð Grill 66-deildar á sunnudaginn eftir viku.

Emilía Ósk Steinarsdóttir átti stórleik fyrir FH-liðið í Kórnum í dag. Hún skoraði 14 mörk eða helming marka liðsins.

Grótta heldur öðru sæti Grill 66-deildar þrátt fyrir tap fyrir ungmennaliði Fram, 26:25, í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í dag. Ingunn María Brynjarsdóttir markvörður Framliðsins skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndum.

Grótta er þremur stigum á undan Víkingi sem er í þriðja sæti. Víkingur lagði ungmennalið Vals, 32:30, í N1-höll Vals í dag. Ída Bjarklind Magnúsdóttir skoraði 10 mörk fyrir Víking. Guðrún Hekla Traustadóttir fór einnig mikinn í leiknum og skoraði 13 mörk fyrir Val.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildunum.

Úrslit dagsins

HK – FH 26:28 (12:16).
Mörk HK: Leandra Náttsól Salvamoser 7, Anna Valdís Garðarsdóttir 5, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 5, Amelía Laufey G. Miljevic 3, Katrín Hekla Magnúsdóttir 3, Aníta Björk Bárðardóttir 2, Aníta Eik Jónsdóttir 1.
Varin skot: Tanja Glóey Þrastardóttir 7, Þórfríður Arinbjarnardóttir 2.
Mörk FH: Emilía Ósk Steinarsdóttir 14, Ena Car 4, Lara Zidek 4, Telma Medos 4, Karen Hrund Logadóttir 1, Katrín Ósk Ástþórsdóttir 1.
Varin skot: Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 10.

Grótta – Fram U 25:26 (13:14).
Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 8, Katrín Anna Ásmundsdóttir 4, Sara Björg Davíðsdóttir 4, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 3, Arndís Áslaug Grímsdóttir 2, Ólöf María Stefánsdóttir 2, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 1, Þóra María Sigurjónsdóttir 1.
Varin skot: Soffía Steingrímsdóttir 11, Anna Karólína Ingadóttir 3.
Mörk Fram U.: Sóldís Rós Ragnarsdóttir 9, Íris Anna Gísladóttir 7, Sara Rún Gísladóttir 4, Elín Ása Bjarnadóttir 2, Ingunn María Brynjarsdóttir 1, Silja Katrín Gunnarsdóttir 1, Matthildur Bjarnadóttir 1, Natalía Jóna Jensdóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 17.

Haukar U – Fjölnir 24:21 (9:9).
Mörk Hauka U.: Ester Amíra Ægisdóttir 7, Brynja Eik Steinsdóttir 6, Katrín Inga Andradóttir 3, Hildur Sóley Káradóttir 2, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 2, Þóra Hrafnkelsdóttir 2, Hafdís Helga Pálsdóttir 1, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 15.
Mörk Fjölnis: Sólveig Ása Brynjarsdóttir 9, Nína Rut Magnúsdóttir 4, Eyrún Ósk Hjartardóttir 3, Telma Sól Bogadóttir 3, Azra Cosic 1, Signý Harðardóttir 1.
Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 14.

Valur U – Víkingur 30:32 (15:15).
Mörk Vals U.: Guðrún Hekla Traustadóttir 13, Arna Karitas Eiríksdóttir 5, Erla Sif Leósdóttir 5, Ásrún Inga Arnarsdóttir 4, Sara Lind Fróðadóttir 2, Ágústa Rún Jónasdóttir 1.
Varin skot: Oddný Mínervudóttir 5, Hekla Soffía Gunnarsdóttir 1.
Mörk Víkings: Ída Bjarklind Magnúsdóttir 10, Áróra Eir Pálsdóttir 4, Auður Brynja Sölvadóttir 3, Arna Þyrí Ólafsdóttir 2, Díana Ágústsdóttir 2, Hafdís Shizuka Iura 2, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 2, Mattý Rós Birgisdóttir 2, Valgerður Elín Snorradóttir 2, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 1, Andrea Ósk Þorkelsdóttir 1, Katrín Hallgrímsdóttir 1.
Varin skot: Tara Sól Úranusdóttir 9, Signý Pála Pálsdóttir 5.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildunum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -