- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill 66kvenna: Grótta ein í öðru sæti – HK fór með tvö sig heim úr heimsókn

Leikmenn Gróttu taka á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum Poweradebikarsins í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Grótta er ein í öðru sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik eftir átta marka sigur á FH, 28:20, í Kaplakrika síðdegis í dag. Grótta náði völdum í leiknum í fyrri hálfleik og var með níu marka forskot að honum loknum 18:9. FH-ingar reyndu að bíta frá sér í síðari hálfleik en höfðu ekki erindi sem erfiði að nokkru marki.


Soffía Steingrímsdóttir markvörður Gróttu fór mikinn og varði 15 skot, 43%.

Grótta er þar með tveimur stigum á eftir Selfossi sem trónir á toppnum með 12 stig eftir sex viðureignir. FH, Víkingur og ungmennalið Fram eru þar á eftir með átta stig hvert.

Annar sigur hjá HK

HK gerði góða ferð í Origohöllina til Vals í kvöld. HK-ingar tóku tvö stig með sér heim í Kópavoginn eftir sjö marka sigur, 30:23. Þetta var annar sigur HK í deildinni. Liðið í sjöunda sæti, tveimur stigum á eftir Val U.

Staðan var jöfn eftir fyrri hálfleik í Origohöllinni, 15:15. Enn mátti ekki á milli liðanna sjá að loknum tíu mínútum í síðari hálfleik, 19:19. Upp úr því tóku leikmenn HK völd á vellinum. Þeir voru fimm mörkum yfir, 25:20, þegar liðlega 10 mínútur voru til leiksloka.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

FH – Grótta 20:28 (9:18).
Mörk FH: Lara Zidek 5, Emilía Ósk Steinarsdóttir 3, Ena Car 3, Brynja Katrín Benediktsdóttir 2, Telma Medos 2, Birna Íris Helgadóttir 1, Dagný Þorgilsdóttir 1, Embla Jónsdóttir 1,Eva Gísladóttir 1, Thelma Dögg Einarsdóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 9.
Mörk HK: Ólöf María Stefánsdóttir 7, Karlotta Óskarsdóttir 6, Ída Margrét Stefánsdóttir 5, Lilja Hrund Stefánsdóttir 3, Rut Bernódusdóttir 3, Katrín S. Thorsteinsson 2, Guðlaug Embla Hjartardóttir 1, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 1.
Varin skot: Soffía Steingrímsdóttir 15.

Valur U – HK 23:30 (15:15).
Mörk Vals U.: Arna Karitas Eiríksdóttir 8, Guðrún Hekla Traustadóttir 4, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 3, Kristbjörg Erlingsdóttir 3, Sara Lind Fróðadóttir 2, Ágústa Rún Jónasdóttir 2, Vaka Sigríður Ingólfsdóttir 1.
Varin skot: Arna Sif Jónsdóttir 10, Hekla Soffía Gunnarsdóttir 1.
Mörk HK: Aníta Eik Jónsdóttir 6, Inga Fanney Hauksdóttir 5, Stella Jónsdóttir 4, Aníta Björk Bárðardóttir 3, Katrín Hekla Magnúsdóttir 3, Amelía Laufey G. Miljevic 2, Anna Valdís Garðarsdóttir 2, Elfa Björg Óskarsdóttir 2, Tanja Glóey Þrastardóttir 2, Auður Katrín Jónasdóttir 1.
Varin skot: Tanja Glóey Þrastardóttir 12.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -