- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill 66kvenna: Sonja tryggði Haukum þriðja sigurinn í röð

Sonja Lind Sigsteinsdóttir skoraði sjö mörk fyrir ungmennalið Hauka í dag, þar á meðal sigurmarkið. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

Ungmennalið Hauka vann þriðja leikinn í röð í Grill 66-deild kvenna í handknattleik þegar liðið sótti Fjölni heim í Fjölnishöllina í dag, 22:21.


Sonja Lind Sigsteinsdóttir skoraði sigurmarkið á síðustu andartökum leiksins, hennar sjöunda mark. Haukar voru fimm mörkum undir, 19:14, um miðjan síðari hálfleik. Fjölnir var þremur mörkum yfir í hálfleik, 13:10.

Staða liðanna í deildinni er óbreytt. Haukar eru í áttunda sæti með sex stig og Fjölnir er næst neðstur með tvö stig eftir átta umferðir.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.


Mörk Fjölnis: Sara Björg Davíðsdóttir 10, Telma Sól Bogadóttir 3, Eyrún Ósk Hjartardóttir 3, Sólveig Ása Brynjarsdóttir 2, Sara Kristín Pedersen 1, Díana Sif Gunnlaugsdóttir 1, 1, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 1.
Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 7.

Mörk Hauka U.: Sonja Lind Sigsteinsdóttir 7, Brynja Eik Steinsdóttir 5, Þóra Hrafnkelsdóttir 4, Katrín Inga Andradóttir 2, Rósa Kristín Kemp 2, Hildur Sóley Káradóttir 1, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 5, Aníta Ösp Antoniussen 1.

Myndasyrpa Þorgils ljósmydara Fjölnis frá leiknum í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -