- Auglýsing -

Grill66 kvenna: Öruggt hjá Gróttu – Ásthildur tryggði stigið í Mosó

Susan Ines Gamboa leikmaður Aftureldingar og félagar fengu annað stigið gegn ÍR á heimavelli. Mynd/Raggi Óla

Grótta vann annan leik sinn í Grill66-deild kvenna í handknattleik í kvöld þegar leikmenn liðsins sóttu tvö stig með öruggum sigri á Fjölni/Fylki á útivelli, 29:20 þegar önnur umferð deildarinnar fór af stað með tveimur leikjum.

Grótta var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13:9. Fjölnir/Fylkir skoraði þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiks og minnkaði muninn í eitt mark, 13:12. Eftir það tók Gróttuliðið stjórnina á leiknum á nýjan leik.


Í hinni viðureign deildarinnar sem fram fór í kvöld skildu Afturelding og ÍR jöfn á Varmá, 19:19, í miklum spennuleik tveggja liða sem margir telja að muni berjast um efsta sætið þegar upp verður staðið í vor.


Liðin skiptum á um að vera með eins til tveggja marka forskot í fyrri hálfleik. Afturelding var marki yfir að honum loknum, 14:13. Heldur dró úr ákafa við að skora mörk í síðari hálfleik. Um tíma virtist Afturelding vera að ná yfirhöndinni. Liðið komst yfir, 18:16. Ásthildur Bertha Bjarkadóttir skoraði jöfnunarmarkið fyrir ÍR, 19:19, og þar við sat í fyrsta leik Aftureldingar á leiktíðinni. Mosfellingar sátu yfir í fyrstu umferð.


Afturelding – ÍR 19:19 (14:13).
Mörk Aftureldingar: Anna Katrín Bjarkadóttir 7, Sylvía Björt Blöndal 6, Katrín Helga Davíðsdóttir 2, Brynja Rögn Fossberg Ragnarsdóttir 2, Dagný Lára Ragnarsdóttir 1, Susan Ines Gamboa 1.
Varin skot: Mina Mandic 13.
Mörk ÍR: Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 5, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 4, Karen Tinna Demian 3, Matthildur Lilja Jónsdóttir 2, Berglind Björnsdóttir 2, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 1, Anna María Aðalsteinsdóttir 1, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 1.
Varin skot: Ísabella Schöbel Björnsdóttir 10, Hildur Öder Einarsdóttir 6.


Fjölnir/Fylkir – Grótta 20:29 (9:13).
Mörk Fjölnis/Fylkis: Eyrún Ósk Hjartardóttir 5, Sara Björg Davíðsdóttir 4, Ada Kozicka 3, Harpa Elín Haraldsdóttir 2, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 2, Sigríður Björg Þorsteinsdóttir 2, Kristjana Marta Marteinsdóttir 1, Elsa Karen Sæmundsen 1.
Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 16.
Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 6, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 5, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Lilja Hrund Stefánsdóttir 3, Margrét Björg Castillo 3, Guðrún Þorláksdóttir 2, Valgerður Helga Ísaksdóttir 2, Anna Katrín Stefánsdóttir 2, Rut Bernódusdóttir 2, Tinna Húnbjörg 1.
Varin skot: Tinna Húnbjörg 4, Hafdís Hanna Einarsdóttir 3.

Staðan í Grill66-deild kvenna og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -