- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grískur markvörður var munurinn í Þessalóníku

Sunna Jónsdóttir leikmaður ÍBV. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍBV tapaði með fimm marka mun, 29:24, í fyrri leiknum við gríska liðið PAOK í Þessalóníku í dag í Evrópubikarkeppninni í handknattleik kvenna. PAOK var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Fjögurra marka munur var að loknum fyrri hálfleik, 15:11.


PAOK var yfir framan af. Eyjaliðið sótti í sig veðrið þegar á leið, ekki síst í sókninni sem reyndist liðinu erfið framan af gegn hávöxnum leikmönnum gríska liðsins. Góður kafli síðla í síðari hálfleik varð til þess að ÍBV náði að minnka muninn í eitt mark, 12:11. PAOK skoraði þrjú síðustu mörk hálfleiksins og fór með óþarflega þægilegt forskot inn í hálfleikinn.


Upphafskaflinn í síðari hálfleik var ÍBV-liðinu erfiður. Emmanouela-Styliani Tsiknaki, markvörður PAOK, fór að verja af miklum móð. PAOK komst sex mörkum yfir áður en ÍBV náði að minnka muninn í þrjú mörk, 23:20. Í þeirri stöðu fóru tvö upplögð færi til að minnka muninn meira forgörðum hjá ÍBV.

PAOK-liðið hélt sjó, ekki síst vegna stórleiks Emmanouela-Styliani Tsiknaki markvarðar sem var stóri munurinn á liðunum þegar upp var staðið.


Ekki er hægt að útiloka að ÍBV geti snúið taflinu við í síðari leiknum á morgun sem hefst einnig klukkan 13.


Ungir leikmenn ÍBV-liðsins eins og Harpa Valey, Þóra Björg, Elísa og Sara Dröfn tóku mikið þátt í leiknum og stóðu sig afar vel. Framtíðin er þeirra. Sunna var frábær í ÍBV-liðinu á báðum endum vallarins, var algjör kjölfesta.


Mörk ÍBV:
Harpa Valey Gylfadóttir 7, Elísa Elíasdóttir 5, Sunna Jónsdóttir 3, Karolina Olszowa 3, Marija Jovanovic 3, Sara Dröfn Richardsdóttir 2, Þóra Björg Stefánsdóttir 1.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu sem sjá má hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -