- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grótta fær markvörðinn Magnús Gunnar að láni

Magnús Gunnar Karlsson t.h. ásamt Arnkeli Bergmann Arnkelssyni, varaformanni handknattleiksdeildar Gróttu. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Handknattleiksdeild Gróttu hefur gert eins árs lánssamning við markvörðinn Magnús Gunnar Karlsson. Magnús kemur úr herbúðum Hauka þar sem hann er uppalinn. Magnús er fæddur árið 2002 og lék á sínum tíma með yngri landsliðum Íslands. Hann lék 24 leiki fyrir Hauka í fyrra og var með 30% markvörslu í þeim leikjum.

Magnús Gunnar styrkir markvarðastöðuna hjá Gróttu eftir að Einar Baldvin Baldvinsson gekk til liðs við Aftureldingu í sumar og Shuhei Narayama sneri aftur heim til Japan.

Magnús Gunnar hefur æft með Gróttu síðustu daga og verður klár í slaginn þegar Gróttuliðið tekur á móti KA í 1. umferð Olísdeildar í Hertzhöllinnni á laugardaginn.

„Það eru frábær tíðindi að Magnús sé kominn í Gróttu enda frábær markmaður. Hann er góður í hóp, mjög metnaðarfullur og smellpassar því í Gróttu. Það verður gaman að vinna með honum í vetur,“ segir Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttuliðsins í tilkynningu frá handknattleiksdeild Gróttu síðdegis í dag.

Karlar – helstu félagaskipti 2024

Leikjadagskrá Olísdeilda.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -