- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grótta fór illa að ráði sínu gegn meisturunum

Róbert Gunnarsson og lærisveinar í Gróttu unnu Ragnarsmótið á Selfossi í dag. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Valsmenn getað þakkað fyrir stigin tvö sem þeir unnu í heimsókn sinni til Gróttu í Hertzhöllina í kvöld í fyrsta leik ársins í Olísdeild karla. Lokatölur 32:28, eftir að Grótta var með yfirhöndina í rúmar 50 mínútur, þar á meðal, 16:13, að loknum fyrri hálfleik. Gróttumenn náðu mest fimm marka forskoti í síðari hálfleik en fóru afleitlega að ráði sínu þegar á leikinn leið.


Skal engan undra þótt heimamenn hafi verið vonsviknir þegar þeir gengu inn í búningsklefa í leikslok. Þeir virtust vera með öll ráð í hendi sér. Valsmenn voru ráðvilltir. Þeir gáfust hinsvegar aldrei upp. Gróttumenn virtust fara á taugum og spiluðu illa úr sínum möguleikum, opnum færum og vítaköstum. Valsmenn létu ekki bjóða sér það tvisvar.


Benedikt Gunnar Óskarsson bar uppi sóknarleik Vals eftir að hann kom til leiks eftir um 15 mínútur. Hann skoraði 13 mörk í 16 skotum og reyndist sá maður sem Gróttumenn réðu ekkert við.


Annars virtust leikmenn Vals lengi vel leiks ekki hafa jafnað sig eftir langt hlé frá keppni. Leikur liðsins var ekki svipaður þeim sem menn eiga að þekkja síðan fyrir áramót.

Mörk Gróttu: Lúðvík Thorberg Arnkelsson 6, Birgir Steinn Jónsson 6, Daníel Örn Griffin 6, Andri Þór Helgason 3/2, Jóel Bernburg 3, Theis Koch Søndergard 2, Þorgeir Bjarki Davíðsson 1, Jakob Ingi Stefánsson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 10/1, 24,4%.

Mörk Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 13/7, Þorgils Jón Svölu Baldursson 4, Arnór Snær Óskarsson 4, Finnur Ingi Stefánsson 2, Aron Dagur Pálsson 2, Magnús Óli Magnússon 2, Tjörvi Týr Gíslason 1, Tryggvi Garðar Jónsson 1, Stiven Tobar Valencia 1, Bergur Elí Rúnarsson 1, Agnar Smári Jónsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 6, 25% – Sakai Motoki 4, 23,1%.

Staðan í Olísdeild karla.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -