- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grótta krækti í tvö stig

Gróttuliðið fagnar einu af sigrum sínu í vetur. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Grótta krækti í tvö stig í kvöld þegar hún vann ungmennalið ÍBV með sex marka mun, 26:20, í Hertzhöllinni í viðureign liðanna í Grill66-deild kvenna. Þetta var annar leikur ungmennaliðs ÍBV á þremur dögum en stíf dagskrá er um þessar mundir í Grill66-deild kvenna eins og í Olísdeildinni.


Grótta var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:11. Gróttuliðið situr áfram í fjórða sæti Grill66-deildarinnar og virðist ekki eiga mikla von um að færast ofar. Grótta er með 20 stig eftir 17 leiki og er fjórum stigum og einum leik á undan Víkingi sem situr í fimmta sæti. Selfoss er í þriðja sæti með 24 stig en hefur aðeins lokið 14 viðureignum.


Mörk Gróttu: Valgerður Helga Ísaksdóttir 9, Rut Bernódusdóttir 5, Katrín Anna Ásmundsdóttir 4, Anna Katrín Stefánsdóttir 3, Nína Líf Gísladóttir 3, Katrín Scheving 1, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 1.
Varin skot: Soffía Steingrímsdóttir 13, Stefanía Helga Sigurðardóttir 1.

Mörk ÍBV U: Sara Dröfn Richardsdóttir 5, Ingibjörg Olsen 4, Ólöf María Stefánsdóttir 4, Aníta Björk Valgeirsdóttir 3, Þóra Björg Stefánsdóttir 3, Herdís Eiríksdóttir 1.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -