- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grótta og Afturelding læddust upp í efstu sætin

Katrín Anna Ásmundsdóttir fagnar einu af mörkum sínum fyrir Gróttu í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Grótta endurheimti efsta sæti Grill 66-deildar kvenna í kvöld þegar liðið vann ungmennalið Fram, 31:22, á heimavelli þegar 7. umferð deildarinnar hófst með tveimur leikjum. Í hinni viðureign kvöldsins vann Afturelding stórsigur á Fjölni/Fylki, 39:22. Með sigrinum laumaðist Afturelding upp í annað sæti deildarinnar. Liðið er með níu stig eftir sex leiki. Grótta er einu stigi fyrir ofan en hefur leikið einum leik fleira.


ÍR, sem ekki lék í kvöld, er í þriðja sæti Grill 66-deildar kvenna með níu stig eins og Afturelding og hefur lokið fimm leikjum. ÍR hefur þar með tapað fæstum stigum allra liða deildarinnar.

Staðan er neðst í greininni.

Gunnar Gunnarsson þjálfari Gróttu fylgist af yfirvegun með leiknum í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson


Báðar viðureignir kvöldsins voru ekki mjög jafnar. Grótta var til að mynda sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik gegn ungmennaliði Fram í Hertzhöllinni, 16:9.


Eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik gegn Fjölni/Fylki, 17:12, fór Aftureldingarliðið á kostum í síðari hálfeik. Sylvía Björt Blöndal skoraði 11 mörk fyrir lið Mosfellinga. Guðrún Erla Bjarnadóttir bar höfuð og herðar yfir leikmenn Fjölnis/Fylkis, og það ekki í fyrsta sinn. Guðrún Erla skoraði 12 mörk af 22.

Leikmenn Gróttu og Fram ásamt dómurum heilsast fyrir leikinn í Hertzhöllinni í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson


Grótta – Fram U 31:22 (16:9).
Mörk Gróttu: Katrín Helga Sigurbergsdóttir 7, Katrín Anna Ásmundsdóttir 6, Guðrún Þorláksdóttir 4, Rut Bernódusdóttir 4, Ída Margrét Stefánsdóttir 3, Margrét Björg Castillo 2, Lilja Hrund Stefánsdóttir 2, Valgerður Helga Ísaksdóttir 2, Anna Katrín Stefánsdóttir 1,
Varin skot: Hafdís Hanna Einarsdóttir 17, Signý Pála Pálsdóttir 4.
Mörk Fram U.: Sóldís Rós Ragnarsdóttir 10, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 4, Valgerður Arnalds 4, Sara Rún Gísladóttir 2, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 1, Eydís Pálmadóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 6.


Fjölnir/Fylkir – Afturelding 22:39 (12:17).
Mörk Fjölnis/Fylkis: Guðrún Erla Bjarnadóttir 12, Azra Cosic 3, Sara Björg Davíðsdóttir 2, Hildur María Leifsdóttir 2, Brynhildur Eva Thorsteinson 1, Elsa Karen Sæmundsen 1, Svava Lind Gísladóttir 1.
Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 12, Emilía Karítas Rafnsdóttir 1.
Mörk Aftureldingar: Sylvía Björt Blöndal 11, Lovísa Líf Helenudóttir 7, Anna Katrín Bjarkadóttir 6, Susan Ines Gamboa 4, Katrín Helga Davíðsdóttir 4, Katrín Erla Kjartansdóttir 3, Drífa Garðarsdóttir 2, Þórhildur Vala Kjartansdóttir 1, Dagný Lára Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Varin skot eru ekki skráð á Aftureldingu í HBStatz.

Staðan í Grill 66-deild kvenna:

Grótta7502202 – 16910
Afturelding6411182 – 1409
ÍR5410140 – 989
FH6402157 – 1518
Fram U6303169 – 1726
Víkingur6204167 – 1724
HK U7205181 – 2284
Fjölnir/Fylkir6204144 – 1744
Valur U5005110 – 1480
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -