- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grótta var engin fyrirstaða fyrir FH-inga

Jón Bjarni Ólafsson, FH-ingur í þann mund að snúa á varnarmenn Gróttu. Mynd/ J.L.Long
- Auglýsing -

Nýliðar Gróttu voru engin fyrirstaða fyrir FH-inga þegar liðin mættust í Kaplakrika í síðari leik dagsins í Olísdeild karla í handknattleik, loksins þegar keppni hófst á nýjan leik eftir ríflega 100 daga hlé. Þegar upp var staðið var níu marka munur á liðunum, 31:22. FH var með sex marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 17:11.


FH hefur þar með sex stig að loknum fimm leikjum en Grótta er með tvö stig einnig eftir fimm viðureignir.
FH-ingar tóku frumkvæðið strax í leiknum í dag en þrátt fyrir sex marka forskot í hálfleik, 17:11 þá var munurinn enn meiri á liðunum þegar kom fram í síðari hálfleik. Getumunurinn var svo sannarlega talsverður og mest munaði 13 mörkum, 25:12, þegar síðari hálfleikur var hálfnaður og ljóst að þarna var á ferðinni leikur kattarins að músinni.

Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 8, Birgir Már Birgisson 5, Einar Örn Sindrason 4, Eiríkur Guðni Þórarinsson 3, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Arnar Freyr Ársælsson 2, Phil Döhler 2, Jakob Martin Ásgeirsson 1, Ari Magnús Þorgeirsson 1, Jón Bjarni Ólafsson 1, Ágúst Birgisson 1, Einar Rafn Eiðsson 1.
Phil Döhler varði 10 skot í marki FH, 41,7%. Birkir Fannar Bragason 1, 11,1%.
Mörk Gróttu: Jóhann Reynir Gunnlaugsson 4, Andri Þór Helgason 4, Daníel Örn Griffin 3, Satoru Goto 3, Hannes Grimm 3, Birgir Steinn Jónsson 2, Gunnar Dan Hlynsson 1, Jakob Ingi Stefánsson 1, Ágúst Emil Grétarsson 1, Ingólfur Arnar Þorgeirsson 1.
Stefán Huldar Stefánsson varði 7 skot í marki Gróttu, 25,9%. Daníel Andri Valtýsson 4, 36,4%.

Leikmenn FH fagna kærkomnum sigur á Gróttu í Kaplakrika, 31:22. Mynd/Jóhannes Long

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -