- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gróttumaður verður þrefaldur meistari á Kýpur

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Gróttumaðurinn Sigurður Finnbogi Sæmundsson varð á dögunum þrefaldur meistari í handknattleik á Kýpur með liði sínu Anorthosis. Sigurður Finnbogi er vafalítið fyrsti íslenski handknattleiksmaðurinn sem verður landsmeistari á Kýpur. Sagt er frá þessu á Facebook-síðu handknattleiksdeildar Gróttu.


Liðið sem Sigurður Finnborgi leikur með, Anorthosis, vann ofurbikarinn, liðið varð bikarmeistari og loks landsmeistari. Anorthosis komst síðan alla leið í þriðju umferð Evrópubikarsins, EHF European Cup beið lægri hlut fyrir Karvina frá Tékklandi.


Sigurður Finnbogi lék með öllum yngri flokkum Gróttu og síðar með ungmennaliði Gróttu tímabilið 2017-2018 og skoraði 66 mörk í 18 leikjum. Hann hefur síðan leikið handknattleik á eyjunni á Miðjarðarhafi samhliða meistaranámi í líffræði við University of Cyprus.


Ljóst er að íslenskir handknattleikmenn leynast víða um þessar mundir.


- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -