- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gróttusigur á tæpasta vaði

Leikmenn Gróttu fagna sigrinum í Hertzhöllinni í kvöld. Kári Tómas Hauksson, leikmaður HK, er vonsvikinn og það eðlilega. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Gróttumenn fögnuðu ákaft sínum fyrsta sigri í Olísdeild karla í handknattleik eftir að þeir lögðu HK, 27:26, eftir mikinn darraðardans í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. HK-ingar unnu boltann þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka en tókst ekki að skora jöfnunarmarkið þrátt fyrir að tími gæfist til þess.


Sannarlega annar dramatískur leikur hjá HK-ingum á einni viku en á síðasta föstudag hirtu þeir bæði stigin eftir að markvörðurinn Róbert Örn Karlsson varði vítakast eftir að leiktíminn var úti. Að þessu sinni var möguleiki á að hirða annað stigið en tækifæri gekk liðinu úr greipum. HK hafði nýtt öll sín leikhlé þegar HK-maðurinn fyrrverandi, Ágúst Ingi Óskarsson, skaut framhjá marki HK 10 eða 12 sekúndum sekúndum fyrir leikslok.

Ágúst Ingi Óskarsson fór mikinn í sóknarleik Gróttu. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Gróttumenn voru fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:12. Þeir voru með yfirhöndina lengst af leiksins eftir að að hafa náð sex marka forskoti um tíma, 15:9.

HK elti allan síðari hálfleikinn. Gróttu gekk illa að nýta þá möguleika sem voru að auka forskot sitt og gera út um leikinn. Mistökin voru mörg á báða bóga og sóknarleikur liðanna ekki burðugur, því miður að segja. Grótta skoraði aðeins tvö mörk á síðustu 10 mínútum leiksins. EF HK-ingum hefði ekki verið afar mislagðar hendur í sóknarleiknum hefði liðið huganlega unnið leikinn.

Stórkallalegur handbolti í Hertzhöllinni í kvöld. Einu sinni var í tísku að tala um iðnaðarsigur. Grótta vann einn slíkan í kvöld.

Mörk Gróttu: Jakob Ingi Stefánsson 9/2, Ágúst Ingi Óskarsson 7, Ágúst Emil Grétarsson 5, Elvar Otri Hjálmarsson 2, Ólafur Brim Stefánsson 2, Ari Pétur Eiríksson 1, Hannes Grimm 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 13, 33,3%.
Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 7, Júlíus Flosason 5, Kári Tómas Hauksson 4, Ari Sverrir Magnússon 3, Aron Gauti Óskarsson 3, Kristján Pétur Barðason 3, Kristján Ottó Hjálmsson 1, Elías Björgvin Sigurðsson 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 5, 29,4% – Róbert Örn Karlsson 4, 21,1%.

Leikjadagskrá Olísdeilda og staðan.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í Hertzhöllinni í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -