- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grunur um slitið krossband

Sveinn Aron Sveinsson í leik með Selfossi í fyrra. Mynd/Selfoss/SÁ
- Auglýsing -

Sterkur grunur er um að handknattleiksmaðurinn Sveinn Aron Sveinsson, hornamaður Selfoss, hafi slitið krossband í viðureign Hauka og Selfoss í Olísdeild karla í Schenkerhöllinni í gærkvöld. Sveinn Aron staðfesti við handbolta.is í morgun að allar líkur væru á að krossband væri slitið. Væntanlega fer hann í nánari skoðun eftir helgina.

Sveinn Aron meiddist þegar sjö mínútur voru liðnar af leiknum, þar sem hann stóð í vörn og ljóst var strax að eitthvað alvarlegt hafði átt sér stað því Sveinn Aron var þjáður. Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari Selfoss, greip strax í taumana eins og kostur var.

Sveinn Aron gekk til liðs við Selfoss í vetur meðan keppni lá niðri í Olísdeildinni. Með leiknum í gærkvöld hefur hann leikið fimm leiki fyrir liðið og skorað 20 mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -