- Auglýsing -
- Auglýsing -

Guðjón Valur og félagar upp í annað sæti á ný

Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari Gummersbach. Mynd/Nastasja Kleinjung / VfL Gummersbach
- Auglýsing -

Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach komust á ný upp í annað sæti þýsku 2. deildarinnar í handknattleik með góðum sigri á Hamm-Westfalen á heimavelli, 30:21. Það var vatn á myllu Gummersbach-liðsins að N-Lübbecke sem sat í öðru sæti gerði jafntefli við Aron Rafn Eðvarðsson og félaga í Bietigheim á heimavelli, 27:27.

Gummersbach komst þar með stigi upp fyrir N-Lübbecke þegar hvort lið hefur lokið 21 leik.


Elliði Snær Viðarsson missti af öðrum leik sínum í röð með Gummersbach vegna meiðsla.


Aron Rafn Eðvarðsson varð sex skot, þar af þrjú vítaköst, í jafntefli Bietigheim í heimsókninni til N-Lübbecke. Heimamenn voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12. Þetta var fyrsti leikur Bietigheim eftir að Hannes Jón Jónsson þjálfari sagði starfi sínu lausu í byrjun vikunnar.

Íslendingatríóið hjá EHV Aue varð að bíta í það súra epli að tapa fyrir TV Emsdetten, 35:28, á heimavelli Emsdetten-liðsins sem komst upp úr fallsæti með sigrinum. Arnar Birkir Hálfdánsson náði sér ekki fullkomlega á strik í leiknum. Hann átti fimm markskot sem öll geiguðu. Sveinbjörn Pétursson stóð stóran hluta leiksins í marki Aue og varði fimm skot. Rúnar Sigtryggsson var sem fyrr við stjórnvölinn.


Staðan í þýsku 2. deildinni:
Hamburg 37(21), Gummersbach 33(21), N-Lübbecke 32(21), Lübeck-Schwartau 25(20), Elbflorenz 24(21), Dormagen 23(20), Aue 22(21), Grosswallstadt 21(22), Dessauer 21(22), Hamm-Westfalen 20(20), Eisenach 20(22), Bietigheim 19(21), Rimapar Wölfe 18(21), Hüttenberg 17(22), Wilhelmshavener 17(22), Emsdetten 14(21), Konstanz 13(21), Ferndord 12(17), Fürstenfeldbruck 10(22).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -