- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Guðjón Valur studdi strákana í slagnum við Frakka

Guðjón Valur og Aron heilsuðust innilega í Lanxess Arena í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Guðjón Valur Sigurðsson fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins og leikreyndasti leikmaður Íslands í lokakeppni Evrópumóta í handknattleik var einn þeirra sem mætti í Lanxess Arena í Köln í dag til þess að styðja íslenska landsliðið í handknattleik í viðureigninni við Frakka. Guðjón Valur hefur síðasta hálfa fjórða árið verið þjálfari þýska liðið Gummersbach sem er með bækistöðvar skammt frá Köln.

Eftir leikinn rabbaði Guðjón Valur skamma stund við Aron Pálmarsson fyrirliða íslenska landsliðsins og fyrrverandi samherja sinn í landsliðinu um árabil. Einnig léku þeir saman hjá THW Kiel frá 2012 til 2014.


Guðjón Valur lék alls 61 leik í röð í lokakeppni Evrópumóta með íslenska landsliðinu frá 2000 til og með 2020 að hann lagði keppnisskóna á hilluna. Alls skoraði hann 288 mörk í leikjunum og varð þangað til fyrr í þessari viku markahæsti leikmaður Evrópumóta karla. Nikola Karabatic komst þá upp fyrir Guðjón Val og stefnir ótrauður á að rjúfa 300 marka múrinn.

Guðjón Valur var valinn þjálfari ársins í þýska handboltanum á síðustu leiktíð. Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður leikur undir stjórn Guðjón Vals hjá Gummersbach.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -